Er ekki pínu gróft að líkja nýliðanum Cain við hinn forna og mikla meistara, Ken Shamrock? Það eina sem þeir tveir eiga sameiginlegt er að þeir vita báðir að Ken Shamrock myndi leglocka Cain á núll einni ef örlögin leiddu þá saman í búrinu.
Nákvæmlega. Reynslan sem Ken Shamrock hefur er svo miklu meiri reynslu en bæði Brock og Frank Mir til samans að það tæki því varla fyrir Brock að mæta. Nema til að láta Ken slíta af sér fæturna og naga þá eins og kjúklingabein. Frábært að sjá Ken aftur á toppnum.
Ken Shamrock hefur aldrei verið betri og mun klárlega rústa þessum bardaga. Hann er snöggur, tæknilegur, jákvæður og á góðum stað andlega. Ég myndi vilja sjá hann fá að gera atlögu að titli Brock Lesnar.
Ég man þegar ég varð vitni að svona árás síðast. Það var þegar ég horfði á kvikmyndina “Night of the living dead”. Flott að vera viðbúinn ef uppvakningaheimsendirinn brestur loks á!
Ég held reyndar að það sé rétt hjá honum að þetta sé sterkasti andstæðingurinn hingað til. Það hefur enginn verið jafn vel rounded. Hann getur vonandi huggað sig við það á meðan hann finnur blóðið hætta að streyma til heilans.
Hann átti að láta hann standa upp og boxa bara meira við hann. Ekkert vit í að fara að koma sér vel fyrir milli lappanna á 115 kílóa svartbeltingi sem kann ekki að boxa. Skrýtið að sjá Fedor tapa. Mér líður pínu eins og þegar ég fattaði að Supermann væri í plati.
Jamm. Var að slást við Matt Wiman. http://mmablips.dailyradar.com/video/ufc-115-matt-wiman-believes-fight-was-stopped-too/ Mjög vont stopp. Hefur Yves Lavigne ekki gert þetta helvíti oft?
Bardaginn milli Cro Cop og Barry var aðeins of vinalegur fyrir minn smekk. Ég hélt á köflum að ég hefði óvart skipt yfir á endursýningu á Tantra þáttunum sívinsælu sem Skjár einn lét gera hér um árið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..