Þó ég vilji ekki taka undir fýlulegt komment um að menn séu klæddir eins og “japanskir trúðar”, þá vil ég spyrja hvað þú meinir með að “virðing” fáist með því að klæða sig í tiltekinn galla frekar en í eitthvað annað? Ég hef æft taekwondo og get vottað að æfingagallinn hentar ágætlega til þeirra æfinga og er þægilegur og léttur en ég varð ekki var við að hann veitti neinum virðingu. Virðing er eitthvað sem hver og einn vinnur sér inn með orðum og gerðum…ekki eitthvað sem þú klæðir þig í.