Svo langt sem atkvæðarím nær, þá er þetta solid framistaða; aldrei minna en 3 atkvæði í línu og alveg upp í 7 atkvæða rím (fyrsta línan). En bygging textans er einhæf; rímar alltaf bara tvær og tvær línur, orðaleikirnir og myndlíkingarnar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir og innihaldið er bara hreint ekki upp á marga fiska. Enda ekki við öðru að búast þegar þú ert á þvílíkum atkvæða-veiðum, þá líður topic og, hvað skal segja, ljóðræna, fyrir það. Býður ekki upp á annað en óspennandi...