Sælt verið fólkið. Ég er að forrita í c++ og þarf, í þetta tiltekna forritunarverk, nokkur library þar á meðal libsigc++. Ég hafði hugsað mér að vinna þetta í windows með Visual c++ en ég þarf að smíða dll skránna fyrst, í unix er það langauðveldast ./configure, make og make install. Mér datt í hug að compila libsigc++ í cygwin í staðinn fyrir VC++, það gekk fullkomlega en dll skráin ber heitið cygsigc-2.0-0.dll. Ég er ekkert sérlega vel að mér í þessum málum en get ég linkað þessa dll skrá...