Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Crimson
Crimson Notandi frá fornöld 43 ára
188 stig

Re: Verður sería 4 á Skjá einum?

í Teiknimyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ef ég ætti að giska, og tek ég fram að ég hef ekkert fyrir mér í þessu, þá myndi ég halda að þeir myndu taka 4. seríu til sýningar. Maður myndi halda að leyfið sem þeir keyptu til að sýna þættina á sínum tíma gildi líka um þessa seríu. En ég er alls ekki viss um að það þurfi að vera langt þangað til að þeir byrja að sýna þá, það hafa verið þættir á Skjá einum teknir til sýningar á meðan serían er enn í gangi. Því til dæmis má nefna The Mountain, sem voru ekki búnir að vera lengi til sýningar...

Re: MTV Debuts the Next Xbox!

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þetta er á korkunum? …hvaða rugl var þetta?

Re: Lífið er sjálfsmorð

í Heimspeki fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hef ekkert að segja um spurningu þína, mér sýndist nóg vera komið um það. En… Það er gott og blessað að þú sért að hlusta á Smashing Pumpkins, tvímælalaust ein besta hljómsveit sem uppi hefur verið. En setningin er ,,Love is Suicide" sem gerir dæmið aðeins öðruvísi. Vildi bara benda þér á það.

Re: Dyraverðir/Pravda

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Vildi bara taka undir það sem þú ert að segja, jafnvel þótt þú hafir komist illa að orði. Sjálfur var ég dyravörður í langan tíma, en þó í öðrum Sjalla, og það er visst kikk í því að hoppa inn í hópslagsmál, jafnvel þótt að ég hafi hvorki gert það oft né að þau hafi verið 20 manna. En ég held að það sé ómögulegt að lýsa þessu fyrir fólki sem hefur ekki prófað það.

Re: Local Network (þráðlaust)

í Hugi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er einn möguleiki: Ég er ekki alveg með þetta á hreinu, en mér skilst að netkort af b tegund (desktop: Netopia 802.11b WLAN USB Adapter) séu af einhverju leyti takmörkuð. Það sem að er víst betra er netkort af g tegund. Þetta er möguleiki sem þú getur skoðað.

Re: Million Dollar Baby

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég er alveg sammála þessu líka, alveg frábær mynd. Er samt ekki alveg viss um að Clint sé orðinn of gamall til að vera að leika, hann var alveg að standa sig í þessari mynd. En stjarnan var tvímælalaust Swank. Það er eitt atriði í myndinni, frekar seint þar sem að Hilary er að reyna að sannfæra Clint um að gera eins og hún vill, og hún hefur smá einræðu sem er flutt af svo mikilli innlifun að þegar Clint á að svara fyrir sig, þá er jafnvel jafn góður leikari og Clint ekki jafn góður og...

Re: Lag?

í Hugi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Vegna þess að mig langar ekki að skella inn nýjum kork um þetta þá spyr ég bara hér. Veit einhver hvað lagið sem er spilað undir hja Pink Og Floyd á XFm heitir. Þetta lag var líka í Nokia auglýsingu sem ég sá einhvern tímann. Er búinn að reyna að google-a þetta og reyna að spyrja fólk en engin veit neitt, þannig að það væri frábært ef einhver væri með þetta.

Re: Bann tóbaksreykingar

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þú reyndar gafst smá skotfæri á þig þarna með því að segja að það ætti að leyfa fólki að gera það sem það vildi svo lengi sem það skaðaði ekki aðra, en það er einmitt einn aðalpunkturinn í þessum málaflutningi að það sé verið að skaða aðra með óbeinum reykingum. Annars er svo mikil tvískinningur í þessu málefni hjá ríkinu. Á einn veginn eru þeir að hækka verð á tóbaki að því er virðist til að reyna að fá fólk til að hætta. Enn á meðan er ekkert gert til að auka aðgang að hjálpartækjum, svo...

Re: Færa efni af PC yfir á XBOX ...

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Er þetta þá komið hjá þér? Þetta hefur allt virkað?

Re: Bann við reykingum

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er eitt sem mér dettur í hug varðandi þetta mál, og það er, hvernig myndi þeir framfylgja þessu banni ef það yrði lagt á? Myndu þeir auka lögreglumönnum sem myndu sérhæfa sig í að sjá um fólk sem yrði tekið í því að reykja á skemmtistað, svona á sama tíma og talað er um að smámál taki meira en tvö ár í keyrslu í gegnum kerfið? Eða þá á að láta dyraverði staðanna sjá um þetta. Sem sagt að staðarhaldari myndi þurfa að ráða tvo til þrjá aukastarfsmenn til að hindra fólk í að kveikja sér í,...

Re: The Hitchhiker's Guide to the Galaxy

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ef ég ætti að giska, þá myndi ég segja 6. maí.

Re: Færa efni af PC yfir á XBOX ...

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er nú hægt að taka lögleg afrit af DVD sem eru svo settir inn á Xboxið… Annars nenni ég ekkert að deila skoðunum um þetta mál lengur. Það eina sem ég vill koma á framfæri er að ef það er tvírætt, þá er ekki hægt að leggja neinn rökstuðning á málið. Þannig að hvort sem drengurinn situr í bíó hverja helgi með vídeocameru eða hvort hann er að taka sitt löglega afrit af hverju sem er, það skiptir ekki máli ef það kemur ekki fram. Annars gaman að skiptast á skoðunum við fólk sem að kemur með...

Re: Færa efni af PC yfir á XBOX ...

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er eðlilegt að þú komir með þennan punkt hér inn, enn þá verð ég að benda þér á að það kemur hvergi fram að hann sé að fara að færa ólöglegt efni inn á Xboxið. Það gæti til dæmis vel verið að hann sé að fara að flytja ljósmyndaalbúmin inn á Xboxið til að geta sett upp SlideShow eða eitthvað þess háttar. Svo er líka hægt að setja þitt löglega afrit af tónlist þarna inn og hlusta á það í gegnum heimabíó eða bara sjónvarpið. Þú ættir kannski að athuga þinn gang? Það eru ekki allir að reyna...

Re: Færa efni af PC yfir á XBOX ...

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég reyndar áttaði mig á því að ég gerði smá vitleysu, þetta heitir víst Local Area Connection enn ekki Network. Þú setur inn Ip tölu þar, það er ef þú ert ekki tengdur við netið í gegnum kapal og ert þá líklega með þetta stillt á einhvern hátt, með því að velta Local Area Connection með hægri músartakka - Properties - Internet Protocol(TCP/IP) - Properties - Use the following Ip address… Ef það eru engar stillingar þarna þá getur þú sett til dæmis 192.168.1.2 Ef hins vegar eru einhverjar...

Re: Færa efni af PC yfir á XBOX ...

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Annars er alveg hægt líka að tengja bara beint í tölvuna ef það hentar betur, ég er með það þannig. Þá er bara að setja ip töluna á xboxinu þannig að hún passi við tölvuna hjá þér. (Þetta er alla vega það sem ég þarf að gera. Sem sagt, ef að local area network talan er 192.168.1.2 þá set ég xbox ip töluna 192.168.1.2) Þú gætir þurft að restarta boxinu til að þetta smelli inn, eða auðvitað að tengja áður en þú kveikir, sem er víst líka hægt. Þá áttu að geta ftp-að þig inn á boxið, fínt að...

Re: Xbox.is niðri??

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ef ég ætti að giska þá myndi ég halda að þetta sé ekki að ganga eins og vonast var til. Spjallið er frekar rólegt og það er nú ekkert allt of mikið af fréttum og leikjaumfjöllunum að koma þarna inn. Hvernig er það annars, hverjir sjá um að setja inn fréttir og umfjallanir þarna, eru það starfsmenn eða notendur?(Ég geri mér grein fyrir að starfsmenn geta líka verið notendur) Annars er það af mér að frétta að ég er bara að bíða eftir að ESPN NFL 2005 komi í búðir, sem ætti að fara að gerast...

Re: XBOX

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ef að þú varst ekki kominn með svar við þessu, þá get ég bent þér á síðuna www.xbox-scene.com Undir Tutorials þarna er allt eða alla vega flest sem þú vilt og þarft að vita.

Re: Rob Zombie

í Metall fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Eins og einhver hérna líkti Rob Zombie við Linkin Park, þá verð ég nú að benda á að Rob var auðvitað í White Zombie fyrir löngu síðan, og þá er það frekar More Human Than Human sem snerti mig. Annars er sólóferillinn hans alls ekki slæmur heldur. Linkin Park er samt ímynd Nu-Metals, miklu frekar en til dæmis Korn.

Re: Xbox live og Hive tenging

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég er með alveg eins router, og eins og ég sagði þá þurfti ég ekkert að gera til að geta komist inn í router-stillingum. Reyndar er það þannig hjá mér að þegar ég vill tengjast við Live þarf ég að fara í gegnum Troubleshooterinn, en eins og hjá þér segir hann allt í lagi og þá fæ ég að tengjast. Spurning með að athuga NAT eins og Xbox.com lagði til, reyndar er ég ekki að sjá þessa valmöguleika sem þeir tala um, enn það er spurning hvort að Hive menn geti aðstoðað þig, mögulegt er að þeir...

Re: Xbox live og Hive tenging

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég er reyndar ekki hjá Hive, en ég þurfti ekki að fikta neitt í portum til að komast út á Live, auðvitað veit ég ekki hvernig router fylgdi Hive, en ég heyrði að það væri Linksys, en ég er einmitt með svoleiðis. Fer ekki boxið í gegnum Troubleshooter þegar þú nærð ekki sambandi?

Re: Reservoir Dogs lag

í Hugi fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þetta er líka sagt í myndinni, er það ekki, strax eftir að lagið í raun klárast. K-Billy að segja: “That was George Baker Selection´s Little Green Bag, followed by Edisons's Lighthouse's Love grows where my Rosemary goes”

Re: Modað Xbox á Xbox live

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þetta er svar mitt

Re: leikir úr usa

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þetta mál hefur svolítið verið rætt hérna, en munurinn á evrópu og svo usa er Pal/Ntsc kerfin. Án þess að ég geti útskýrt þetta almennilega þá mun þetta virka þannig að þú munt líklega ekki getað spilað leik sem þú kaupir í usa nema að vera með moddað box sem getur skipt á milli Pal og Ntsc og svo að vera með sjónvarp sem getur skilið bæði kerfin. Ef sjónvarpið skilur það ekki mun þetta bara koma svarthvítt hjá þér, og jafnvel þótt að þetta sé góður leikur, þá efast ég um að þú nennir því....

Re: gæti það passað

í Teiknimyndir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hverju hefði það skilað? Hefði spyrjandi lært eitthvað á því að ég hefði eingöngu svarað þessu? Ég nefninlega held ekki, og ef ég get eitthvað gert í þessu máli þá geri ég mitt, sama hvað nokkur segir. Takk samt.

Re: gæti það passað

í Teiknimyndir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Svolítið sniðugt að þremur korkum fyrir neðan þennan er einmitt verið að spyrja um þennan sama þátt. Það sem er sniðugt er ekki tilviljunin að þið séuð báðir að spyrja um sama þáttinn, heldur að þú hafir ekki haft rænu á að kíkja á það, heldur bara skelltir inn kork. Þrátt fyrir afspyrnu rólegt gengi á þessum korki, þá finnst mér þetta alltaf frekar lélegt, og jafnvel lélegra en að enginn korkur komi hérna inn svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir. Mér er sama um þessi stig sem þú færð fyrir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok