Var ekki að tala um þá goða, heldur ásatrúarprestanna, þeir kallast goðar í dag, veit ekki hvað þeir kölluðust þá. Hvað varðar með þetta nýja goðakerfi þá stórefa ég að það gengi eins og þú vonar, heldur frekar eins og ég nefndi með morðið, maður sér nú bara hvernig þetta kerfi endaði svo með sturlungatímabilinu, sem varð til þess að mun auðveldara var fyrir Noregskonung að fá Íslendinga til að sverja sér hollustueið, enda allir komnir með nóg af borgarastríði goðanna.