Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Jazz!

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Kemur kannski ekki málinu við en Skífan er alveg glötuð, þeir hafa meira popp/rokk sem byrjar frá A til D en jazz, blús, þungarokk og indie/alternative til samans:( Ég hef ekki verið í miklu jazz-stuði undanfarið, er mest að hlusta á 90´s alternative rokk og auðvitað Trout mask replica:)

Re: Hvað er besti trommuleikar fyrr og síðar

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég hef heyrt um Neil Peart:) Hann á skilið að vera á topp 10, verst hvað Rush voru lítið merkilegir.

Re: GEGGJUN

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þetta eru tímamót á rokkáhugamálinu:) Gjegguð grein:) Davis var snillingur sífellt leitandi, á hans síðustu plötu blandaði hann víst hip-hop töktum við jazzinn sinn, Kind of blue á fáa sér líka eins og þú sagðir (betri en Peppers btw:)) og Bitches brew (69) hljómar jafn fersk núna og það sem electronic-jazzararnir eru að gera í dag. Mér finnst samt Coltrane betri en Davis:) ég er hræddur um að sá fyrrnefndi hefði skilið Dabba eftir í rykinu hefði hann ekki látist (17 júlí 1967):( eða þeir...

Re: Hvað er besti trommuleikar fyrr og síðar

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
danielbotn: Hann heitir John Bonham:) Jaki Liebezeit úr Can er taktfastasti trommari sögunnar, hann er eins og trommuheili, hélt sig ekki við hefðbundna takta heldur spilaði eintóm teknó og jungle bít og hélt þeim uppi í 20+ mín án þess að fá að slaka á eina mínutu. Annars er Keith Moon (The Who) minn co-number 1#

Re: 100 bestu rokk plötur allra tíma!!!!!!

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Zappa hljóðvann Trout mask replica, hann og Don Van Vliet (Beefheart) voru góðir vinir. Ég veit ekki með gítarhæfileika hans, spilar mest á saxafón og kontrabassa held ég, en ég á bara Trout mask, Mirror man og Safe as milk sem eru með hans alfyrstu plötum, veit ekkert hvað hann gerði eftir 60´s.

Re: Metallica

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Frábært svar að vanda…… Hvernig væri annars að þú myndir reyna að rökstyðja eitthvað svona einu sinni. Viðmælendur þínir hafa margir komið með rök fyrir því af hverju Creed séu lélegir (þar á meðal ég) og hvers vegna Metallica eru svona miklu betri EN þú hefur ekkert sagt nema að Metallica séu lélegt greddurokk en Creed svitarokk….. með öðrum orðum: ÞAÐ ER VERIÐ AÐ TAKA ÞIG Í GEGN! Af hverju eyðir fólk tíma sínum í eitthvað jafn óspennandi og Creed? hljómsveit sem nýtur eins og Backstreet...

Re: Heyrru

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég hafði fyrstu plötu Presleys á mínum lista (53):). Það skipti ekki miklu máli hvort Elvis gæti spilað eða ekki, hann hafði alltaf fína hljóðfæraleikara með sér. Fólk heldur oftast upp á ákveðið tímabil. Einu sinni hélt ég því fram að nánast ÖLL meistaraverk rokksögunnar hefðu verið gefin út á sjöunda áratugnum, þá var 60´s eini áratugurinn sem tók því að pæla í, 70´s var ömurlegur (Abba, Eagles, Yes og diskó) 80´s var miklu verri (Wham, Duran duran, ABC, A-Ha og Michael Jacksson) og 90´s...

Re: Metallica

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
“En ef Metallica er stærsta hljómsveitin afhverju voru Creed þá að slá met, komnir með 5 falda platínu plötu í Ameríku og eru búnir að vera á toppi Billboard listans í 8 vikur og það er met!” Hann sagði EIN sú stærsta, svo var hann örugglega ekki að tala um vinsældir því hann veit (eins og vonandi flestir) að sala og gæði fara ekki saman en á því byggir þú flest þín rök. “Afhverju gat Metallica þetta aldrei?” Af hverju ertu að spyrja spurninga sem hann var að gefa þér svarið við? Metallica...

Re: 100 bestu rokk plötur allra tíma!!!!!!

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Heirðu:) Þetta fór alveg fram hjá mér, jæja hentu þá annarri út og bættu Wild love (Smog) aftan við Toxicity:)

Re: 100 bestu rokk plötur allra tíma!!!!!!

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sæll:D Áttu “I Can Hear the Heart Beating As One” (Yo la tengo) hvar keyptirðu þessa klikkuðu plötu, finn hana hvergi, eina sem fæst með þessum gaurum eru smáskífur:( (includes Hljómalind)

Re: 100 bestu rokk plötur allra tíma!!!!!!

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þitt álit:) En þú getur þó fengið ágæta (og lauslega) mynd af sögu rokksins ef þú raðar listanum mínum í tímaröð, það getur þú svo sannarlega ekki samkvæmt hinum. Hvað meinarðu annars með rugl? (svar óskast) Homogenic er drullufrumleg og spennandi plata. Toxicity kom út í fyrra… hann (diskurinn) á ekkert skilið að vera ofar, þó svo að Þossi hafi sagt hann tímamótaverk og muni breyta heiminum eins og Nevermind gerði þá hlýtur öllum að vera orðið ljóst að það gerist ekki, þetta er bara FRÁBÆR...

Re: 100 bestu rokk plötur allra tíma!!!!!!

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hvað er ekki að þessum lista er aðalspurninginn. Eina jákvæða er að þeir takmarka hverja sveit við 2 plötur, enn annars hljóta þeir sem völdu þetta að hafa þröngan smekk á tónlist, þetta er nánast bara “Hard rock”, það er ekkert kántrí, pönk, kraut-rokk, þjóðlagatónlist, sækadelic og ´pælið í því: Það er enginn “experimental weirdo” og það eru engar plötur sem mörkuðu nýjan stíl eða neitt ferskt, svo er það greinilegt að þessir menn hafa verið orðnir “washed up” þegar 80´s byrjaði því þeir...

Re: Metallica

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
“Ef þú hlustar ekki á Metallica ertu djöfulsins aumingi og hefur ömurlegan smekk” Metallica er geðveikt góðir (Kill´em all - Metallica) en það er ekki hægt að kalla alla sem eru ekki sammála þér “djöfulsins aumingja” eða segja þá með “ömurlegan smekk”, kannski vill viðkomandi helst bara hlusta á 20+ mínutna jazz/rokk/experimental..whatever.. lög og finnst Metallica bara vera ómerkilegt og einfallt commercial poppdrasl fyrir leikskólakrakka.. þú veist aldrei. ALLIR SEM TAKA ÞAÐ TIL SÍN: Af...

Re: Metallica

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
“Hvernig er hægt að hlusta á þetta gredduvæl?” Já, já, Metallica er “gredduvæl” en Creed? Já, þeir rokka??????? Það er eitthvað við þessa setningu sem stemmir ekki. “Þetta er svo gamalt og óþolandi að það er pirrandi” Sniðugur hugsunarháttur, tónlistin er ekki pirrandi vegna þess að hún sé lélegt heldur vegna þess að það er langt síðan hún var samin.

Re: Prog Rock Gullmoli !

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Jaa:) ég veit nú ekki hvort Beefheart virki með 5 -20 mínutna hlustun í skífunni, allavegana ekki Trout mask replica sem er 79 mín og 28 lög:) kv de

Re: Post-Punk

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
“Pönk er ekki bara tónlistarstefna heldur lifnaðarháttur sem gengur út á að hræra upp í kerfinu” Pönk er fyrst og fremst tónlistarstefna ef attitjútið vægi þyngra en tónlistinn væri Bob Dylan pönkari en The Ramones ekki! Hvað er að akademíunni fyrir Bandarísku tónlistarverðlaunin? Destiny´s child féngu bestu popp/rokk plötunna (er rokktónlistinn í svona vondum málum?), Janet Jackson besti kvennlistamaðurinn (hvenær heyrði maður hana síðast nefnda?), Limp bizkit besta jaðarsveitin...

Re: Tortoise Standards

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Djed er bara hrein snilld, besta lagið frá 96 ásamt kannski Deepest laws (Rome)….. neee Djed er langbest:) Þú hefur 100% rétt fyrir þér þegar þú segir Tortoise ekki eiga eitt lélegt lag (búinn að fá mér Standard, geðveik, ekki baun þung) annað uppáhaldslagið mitt með þeim er sennilega lokalagið af fyrstu plötunni (Cornpone brunce) og það er sennilega vegna þess að þeir fá lánaða byrjunina af “Sell out” með Who (ein af mínum all-time uppáhaldsveitum:)) þú veist: Monday…. tuesday, það er ekki...

Re: Prog Rock Gullmoli !

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það skalltu gera:) fyrsta platan þeirra (In the court of the Crimson king) þjófstaraði áttunda áratugnum ásamt fyrstu plötu Led zeppelin:) Ps. Ertu búinn að kynna þér Captain Beefheart?

Re: Prog Rock Gullmoli !

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ertu búinn að fá þér “In the court of the Crimson king”:)

Re: The Smashing Pumpkins - Part II (1992-1995)

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þá hlýtur Mellon collie að hafa selst í meira en 12 milljónum eintaka því Hvíta albúmið (The Beatles) hefur selst í 17 milljónum.

Re: The Smashing Pumpkins - Part II (1992-1995)

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Já þú meinar svoleiðis, ég miðaði bara við titilinn, óháð forminu sem hann er á:)

Re: The Smashing Pumpkins - Part II (1992-1995)

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mellon collie er LAAAAANGbesta platan þeirra:), samt held ég alveg örugglega að hún sé ekki sú söluhæsta, Hvíta albúmið (The Beatles) á að hafa selst í 20+ milljónum eintaka. :)Átt þú þessa Earphoria?

Re: The Smashing Pumpkins - Part I (1988-1991)

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Gott framtak TheCure, alltaf gaman að fá vandaðar greinar hingað:) Hvenær kemur svo “Part two”

Re: bögg, bögg og aftur bögg

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það fer ekkert í mig þegar hljómsveitir eru kallaðir íllum nöfnum, en þegar fólk er kallað öllum íllum nöfnum vegna þess að þeirra smekkur samræmist ekki hinna.. það fer í mig:(

Re: Post-Punk

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
3 Rétt og 1 rangt:) Feður Alternative rokksins(The Velvet underground og Fugs) urðu ekki almennilega þekktir fyrr en pönkið skall á (Fugs raunar aldrei) og frumkvöðlar Kraut rokksins (Can, Neu, Cluster, Faust og Amon duul 2) áttu aldrei nokkurn möguleika á vinsældum (hvenær varð kraut rock þekkt fyrirbæri?) og það sama á við um “skapara” Post-Rokk/Experimental (Captain Beefheart) en fyrstu britt-poppararnir (The Kinks) urðu MJÖÖG vinsælir. Ps. Blink 182 er rusl (mitt mat)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok