Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Cedric
Cedric Notandi frá fornöld 46 ára karlmaður
194 stig
——————————

Re: Hvernig metal eru þið að hlusta á þessa daganna?

í Metall fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Djöfladýrkendur hehe.. það er nú flest annað verra í þeim efnum en þeir ;). Hömm.. ég er aftur á móti búinn að vera með Maiden í blóðinu síðan í blautu barnsbeini, eða þannig ;). Var ábyggilega fyrsta útlenska hljómsveitin sem ég hlustaði eitthvað á að ráði, þeir, Anthrax og Pixies ;). Dalaði reyndar eitthvað áhuginn með árunum, en síðan hef ég verið að grípa íðá í auknum mæli í seinni tíð. Á einmitt svona “enhanced” Live after death disk sem er mikið spilaður. Ég ætla allavega pottþétt að...

Re: Sweden Rock Festival

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Well þú ert ekki sænsk.. eða er það nokkuð? ;) Þér ætti samt alveg að vera hleypt inn held ég. Ég reyndar bý í Svíþjóð eins og er og verð ennþá í landinu þegar þessi hátið verður, en ég held ég beini spjótum mínum öngvu sem áður eitthvurt annað. e.s. Tilkynnt um böndin sem verða á Reading/Leeds á morgun. Ég held varla vatni…

Re: Hvaða heimsfrægu hljómsveitir hafiði séð?

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
2000 kall.. held að þið hafið bara sloppið nokkuð vel þar ;). Þetta var Good God sem myndbandið var af á disknum, ég horfði einmitt ansi oft á það eftir að ég keypti mér diskinn fyrir að verða 6 (!) árum síðan (gadem). 2x á Korn í sömu vikunni á þessum tíma.. jú lökkí bastard ;).<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: Fuck the Police!

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Eru tónleikarnir kallaðir þessu nafni af því að þeir eru einhverjar ægilegar mótmælaaðgerðir gegn lögregluríkinu Íslandi?? Eða er þetta bara til að láta þetta hljóma hipp og kúl og töff og rokkaralegt?<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: The Time Machine (2002)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég sá líka þessa gömlu útgáfu fyrir einhverjum árum, og hún var svona skemmtilega hallærisleg, sérstaklega atriðið þar sem hann er að fara fram í tímann, og í glugganum á móti honum er fatabúð þar sem er gína í glugganum. Eftir því sem hann fer framar í tímann þá breytist tískan og þ.a.l. fötin á gínunni, sem er náttúrulega mjög sillí þegar maður fer að hugsa út í það, því af hverju ætti að vera fatabúð þarna allan þennan tíma, og af hverju ætti að vera saman gínan og á nákvæmlega sama stað?...

Re: Sweden Rock Festival

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Brúsi D. er það eina þarna sem mig langar að sjá.. enda er ég kannski ekki markhópurinn fyrir þessa hátíð. Held að hann samanstandi aðallega af síðhærðum sænskum hårdrockurum á fertugsaldri. Þó er þetta án efa ágætt.. “GODA GRANNAR” er samt snilldarnafn á hljómsveit, sérstaklega ef þetta er argasta metalgrúppa.. hehe.

Re: Ljótustu plötuumslög Íslandssögunnar

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er nú satt að það hefði ekkert verið verra að hafa myndir með því ég hef ekki séð neitt af þessum hulstrum svo ég muni eftir. Man hins vegar eftir að hafa séð eitthvað hulstur með þessari Bergþóru Árna sem leit út eins og umbúðirnar utanaf gulu Bragakaffi. Alveg ákaflega schmecklaust..

Re: Hvernig metal eru þið að hlusta á þessa daganna?

í Metall fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Jamm ég er búinn að vera með safndiskinn í sigtinu ansi lengi (og reyndar Brave New World líka, þó ég sé ekkert alltof bjartsýnn á hana). Fer að drífa í því að versla hann áður en útgáfan með þessum tvöfalda disk er búin.. held að hún sé í takmörkuðu upplagi. Þetta Bon Jovi tímabil hans hljómar samt ekkert alltof spennandi.. Tower er líka snilldarlag ;).. þessi diskur er reyndar bara mjög jafn út í gegn finnst mér. Algjör snilld að enda síðasta lagið á stefinu úr Chemical Wedding laginu ;)…...

Re: Góðar kvikmyndir 9. áratugarins?

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er örugglega af nógu að taka, maður hefur svosem ekkert séð svo margar myndir frá þessum tíma. Ég get bætt við listann myndum sem ég hef séð tiltölulega nýlega: Das Boot (ekki hægt að gera betri kafbátamynd) Die Hard Dances with wolves (ef þú telur 1990 með) Síðan eru náttúrulega myndir sem er þónokkuð síðan ég sá, en eru góðar í minningunni, Gandhi, Last emperor ofl. Þessi áratugur gaf líka af sér margar stórskemmtilegar poppkornsmyndir sem ég held að eldist ekkert svo illa, eins og...

Re: Give me convenience OR give me death

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Bara til að besserwisserast aðeins þá eru Fræbbblarnir með þremur bjéum :-). Gríðarlegt pönk í sjálfu sér.

Re: Give me convenience OR give me death

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þau eru ábyggilega ófá.. Humm ég hafði nú reyndar ekkert pælt í um hvað Nekrófíllinn fjallaði enda var ég ekki mikið að pælí boðskapnum í textunum þegar ég var 12 ára :).. En sé það náttúrulega um leið núna þegar ég les textann ;). Eina textaröðin sem hefur fests (stafsetning?) í mér með Fræbbblunum er þessi: Þið getið hnýtt ykkur saman á rasshárum og slefað svo vel hvor uppí annars kjafta. Gríðarleg snilld :). Var að skella í “Villtu bjór væna?”, er greinilega búnað hlusta alltof lítið á...

Re: Hvernig metal eru þið að hlusta á þessa daganna?

í Metall fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég hlusta nú ekkert það mikið á þessa tegund af tónlist lengur, en þegar ég geri það þá verður klassík eins og Iron Maiden eða Sepultura, núeða nýrra eins og Fear Factory og Slipknot fyrir valinu. Verð að taka undir með Delenn að Chemical Wedding með Brúsa D. (geri ráð fyrir að með CW sértu að meina hana) er alveg þrælmögnuð. Félagi minn, sem er eitt mesta Maiden frík sem sögur fara af, benti mér á hana þegar hún var nýkomin út og ég verslaði mér hana í hálfgerðri blindni. Hún kom því alveg...

Re: Hvaða heimsfrægu hljómsveitir hafiði séð?

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Voru ekki Korn á Donington '96?? Djö.. hefði ég verið til í að sjá það.. rétt áður en þeir gáfu út Life is peachy. Var samt bara við það að uppgötva þá á þessum tíma. Donington þróaðist útí krapp?? Þróaðist hún ekki bara út í að vera ekki haldin yfir höfuð??<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: Give me convenience OR give me death

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Mæ þogt exsaktlí… held að hann ætti að finna sér nýtt átrúnaðargoð.

Re: The Tuxedo

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég er alveg búinn að missa áhugann á öllu sem Jackie Chan gerir eftir að hafa þurft að sitja undir Rush Hour 2. Plottið virðist samt vera sæmilega sillí, gæti verið gaman að henni.

Re: The Game

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég ætla nú að leyfa mér að þykja Alien í þriðja veldi bara helvíti góð.. og hananú. Man samt ekki það mikið eftir Game, hef bara séð hana einu sinni fyrir þónokkuð löngu síðan. Minnir samt að mér hafi þótt endirinn frekar sillí en þarf samt að sjá hana aftur.

Re: Give me convenience OR give me death

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Argh hvað mig langar í þennan disk! http://www.skifan.is/skifan/product.asp?SKU=sme9cd&pa rent_id=1 Og myndi jafnvel borga 3400 kall fyrir hann…

Re: Give me convenience OR give me death

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ekkert kynnt þér Purrk Pillnikk?? Ég hlustaði ansi mikið á þetta íslenska pönk/nýbylgjurokk þegar ég var yngri og þeir stóðu uppúr. Platan Ekki enn var endurútgefin fyrir nokkrum árum og er algjör snilldarverk. Síðan kom að ég held safndiskur út með þeim fyrir síðustu jól þó ég hafi ekki fundið hann í neinni búð þegar ég var að leita um jólin. Ég var nú að hlusta á Holiday in Cambodia og lesa einhvern póst eftir huganotanda sem kallar sig POLPOT í sömu andrá.. þvílík upplifun ;-).

Re: mellon collie

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég er ekki frá því að þetta sé alveg skotheld anal-ýsa hjá þér… <br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: Ný nöfn á Hróarskeldu!!!!

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hvað er þetta.. skánska rúlar ;-)! Ég þarf greinileg að farað kynna mér þetta band.<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: Ný nöfn á Hróarskeldu!!!!

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ekki get ég sagt að þessi listi heilli eitthvað ógurlega.. Það eru svosem bönd þarna sem maður hefði ekkert á móti því að sjá, en ekkert sem ég hlusta á dagsdaglega.<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: Give me convenience OR give me death

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég var einmitt að hlusta á Fresh fruit for rotten vegetables í gær í fyrsta skipti. Þetta var einhver endurútgefinn pakki með meðfylgjandi aukadisk. Helvíti eigulegt… og bara helvíti skemmtilegt líka. Ég hef alltaf verið hálf veikur fyrir pönki frá því að ég og vinir mínir lágum yfir Purrki Pillnikk og Fræbbblunum svona við 11-12 ára aldurinn (mjög viðkvæmur aldur). Hef samt aldrei náð almennilega að fíla Sex Pistols, en það er önnur saga.

Re: Hvaða heimsfrægu hljómsveitir hafiði séð?

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Cure: Hvar sástu Pömpkins??<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: Hvaða heimsfrægu hljómsveitir hafiði séð?

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Wohoo… montþráður!! Ekki það að nokkur hafi áhuga á að lesa þetta, bött hír gós: Leeds 2000: Deftones - Chino er maðurinn Foo fighters - Dave Grohl er Rokkari með stóru erri Rage against the machine - ekki seinna vænna… Var ekki búinn að uppgötva þá þegar þeir spiluðu í Kaplakrika Slipknot Placebo – heilluðu mig uppúr uppúr skónum Beck - svalur Kent - kl. 12 á hádegi með svona 30 öðrum Muse - múgurinn æpti “Oasis are shite” áður en Muse steig sviðið í tilefni af því að þeir voru að spila á...

Re: The Hives til Íslands ??

í Rokk fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég heyrði einhvern orðróm fyrir nokkru.. en það var nú samt bara orðrómur og það eru ansi margir í gangi núna. 98% af þeim verða ábyggilega ekki að veruleika. En ég er alveg sammála þér í því að þetta yrðu magnaðir tónleikar. Hives eru það skemmtilegir á plötu að ég held að þeir sprengi alveg skalann á tónleikum.<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok