Ég sá líka þessa gömlu útgáfu fyrir einhverjum árum, og hún var svona skemmtilega hallærisleg, sérstaklega atriðið þar sem hann er að fara fram í tímann, og í glugganum á móti honum er fatabúð þar sem er gína í glugganum. Eftir því sem hann fer framar í tímann þá breytist tískan og þ.a.l. fötin á gínunni, sem er náttúrulega mjög sillí þegar maður fer að hugsa út í það, því af hverju ætti að vera fatabúð þarna allan þennan tíma, og af hverju ætti að vera saman gínan og á nákvæmlega sama stað?...