Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Eitthvað til þess að gera í sumar!? (26 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 12 mánuðum
Til að byrja með ætla ég að taka það fram að ég veit að það er bara janúar en ég vil hafa forskot á hlutina. Ok, ég er semsagt tvítug og stunda nám við HÍ, ég bý samt sem áður í Reykjanesbæ. Ég er strax farin að hugsa um það hvað ég eigi að gera í sumar, sem stendur eru um og yfir 2000 einstaklingar skráðir á atvinnuleysisskrá hér í Reykjanesbæ og ég býst ekki við því að þessi tala lækki ekki á næstu mánuðum, ég hef reynt án árangurs að leita mér að vinnu, sjoppum, fatabúðum, leikskólum,...

Fullt fullt fullt fullt af bókum! (1 álit)

í Bækur fyrir 16 árum
Ok, ég er með ógeðslega mikið af bókum, ég nenni ekki að þylja upp hvað þær fjalla um, Google er vinur þinn. Ilmurinn: Saga af morðingja - Patrick Süskind Rokland - Hallgrímur Helgason Hr. Alheimur - Hallgrímur Helgason Hella - Hallgrímur Helgason Bréfbátarigningin - Gyrðir Elíasson Gangandi íkorni - Gyrðir Elíasson Eva Luna - Isabel Allende Dóttir gæfunnar - Isabel Allende Lygasaga - Linda Vilhjálmsdóttir Hvíldardagar - Bragi Ólafsson Yfir heiðan morgun - Stefán Hörður Grímsson(ljóðasafn)...

Hverjum langar í... (31 álit)

í Tíska & útlit fyrir 16 árum
…4 Sparkz peysur á verði einnar, úlpu og jakka á 2000 kr, skó á 1500 kall og djammbol á 1000kall? Bara þúst, hafa samband, get sýnt ykkur myndir ef þið viljið, og nei ekkert af þessu er illa farið, eigandinn óx upp úr þessu og er núna of gömul fyrir svona klæðnað. Sparkz peysurnar eru: ein gul með svörtum stjörnum ein bara plain grá ein fjólublá órennd með áletruninni I <3 You ein grá með einhverskonar geimverum á Skórnir eru eftirlíking af Converse nema þeir eru þægilegri og með...

Áminning! (9 álit)

í Rómantík fyrir 16 árum
Mig langar roooosalega til þess að minna notendur á ljósmyndakeppnina!:) Þetta snýst ekki endilega um gæði heldur að ná stemningunni. Langar svo rosalega að fólk sjái sér fært um að taka þátt og vera með:) Ef að þið viljið þá get ég lengt frestinn. Just say the words. Fyrirfram þakki

Stresskast!! (13 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ok ég er að fríka út. Er búin að vera að læra bókstaflega ALLA helgina og meira en það.. og allt í einu núna ákveður helvítis kvíðinn að kikka inn. Veit ekkert hvað ég á að gera, veit ekki hvernig ég á að byrja að læra, get ekkert lært, get ekki komið neinu inn í hausinn á mér. Búin að hringja í ALLA og það getur enginn komið og dreift huganum sínum með mér.. Hata próf og hata kvíða, held að ég sé bókstaflega að ganga af göflunum, meina hver getur lært alla stjórnarskrána á einu bretti?? EKKI ÉG! ………

Nú er ég orðin pirruð! (29 álit)

í Windows fyrir 16 árum, 1 mánuði
Ég veit ekki hvurn fjandinn gengur að tölvunni minni en hún er helvíti stælótt. Byrjum bara á tækniupplýsingum Þetta er Acer tölva, veit ekkert hvaða tegund, keypt í Tölvulistanum fyrr á þessu ári, stýrikerfið er Vista. Ok sl. daga hefur hún verið að láta þannig að alltaf þegar ég ætla að opna nýjan glugga, semsagt ég er kannski með huga í einum glugga og svo bara word skjal og ég ætla að skipta á milli þá frýs taskbarinn og tölvan gefur mér þrjá valkosti, refresh, close eða wait for the...

Pirrandi! (9 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Heyrðu, ég er með smá vandamál. Þannig er mál með vexti að ég er með 3 göt í sitthvorum eyrnasnepli, semsagt 6 í það heila og það hefur bara verið bölvað vesen alveg síðan ég fjölgaði götunum úr 2 í 6. Semsagt, þegar ég var með eitt og eitt bara svona eins og gengur og gerist þá gat ég verið með hvaða eyrnalokk sem var, reyndar ekki alveg en svona næstum, var ekki nærri því jafn mikið vandamál og þetta er núna. Í febrúar sl. bað ég frænku mína um að kaupa svona eyrnalokka sem hægt er að fá...

Alltaf á kynlíf? (13 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Heyrðu, hvernig er það ef að ég er alltaf skráð inn hérna á huga, semsagt með þetta fast í tölvunni og svo fer ég, en var kannski síðast að skoða kynlíf stendur þá ikea er á /kynlif þangað til ég kem aftur eða kemur eins og ég sé ekki innskráð? Pirrar mig smá að vita þetta ekki.. Fer kannski á huga um morguninn og skoða kynlíf, fer í skólann, kem á huga um kvöldið og þá er ég ennþá á kynlíf. That's just wrong!

Hverjum langar... (19 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 2 mánuðum
…að skutla mér? Ok ég veit að þetta er örugglega langsótt en ekki vill svo vel til að einhver sé á leiðinni frá Reykjavík til Keflavíkur um fjögurleytið á morgun. Ég er búin að prófa alla vini mína og enginn getur lánað mér bílinn sinn, rútan fer svo seint og ég þarf að vera komin heim fyrir 6. Bíllinn minn er bilaður þessvegna leita ég hingað, hey það sakar ekki. Eða hvað? Bætt við 16. október 2008 - 21:01 Og já, auðvitað gegn gjaldi.. bara sama gjald og rútan tekur, 1200kall, það finnst...

Hitt og þetta.. (6 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Hver man ekki eftir súkkulaðinu hitt og þetta? Annars þá er ég með til sölu Canon Ixus 70. 7.2 mpxl. Búin að reynast mér afar vel þetta ár sem ég hef átt hana, er að selja hana því ég uppfærði mig. Æðisleg fyrir byrjendur sem eru bara að byrja að fóta sig í ljósmyndun og vilja ekki fara út í dýra dótið strax. Með fylgir auðvitað hleðslutæki, allir geisladiskar sem fylgdu með, er nokkuð viss um að ég eigi ennþá leiðbeiningarnar og svo minniskort, 32M. Keypti hana á 30þús fyrir rúmu ári síðan...

Canon Ixus til sölu (3 álit)

í Ljósmyndun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Er með til sölu Canon Ixus 70. 7.2 mpxl. Búin að reynast mér afar vel þetta ár sem ég hef átt hana, er að selja hana því ég uppfærði mig. Æðisleg fyrir byrjendur sem eru bara að byrja að fóta sig í ljósmyndun og vilja ekki fara út í dýra dótið strax. Með fylgir auðvitað hleðslutæki, allir geisladiskar sem fylgdu með, er nokkuð viss um að ég eigi ennþá leiðbeiningarnar og svo minniskort, 32M. Keypti hana á 30þús fyrir rúmu ári síðan svo ég sel hana á helmingsverði eða 15.000þús fyrir allt saman.

Bring it on (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Allir muna eftir Bring it on, ég er að leita að upprunalegu myndinni, með Kirsten Dunst og Eliza Dushku. Ég finn hana hvergi á neinum vídeóleigum, in fact þá hlógu þeir upp í opið geðið á mér þegar ég spurði. Er ég að ætlast of mikils með því að vona að 8 ára gömul mynd sé ennþá til bara í heiminum? Ef þið vitið um vídeóleigu sem er með þessa mynd helst á DVD en VHS virkar líka fínt þá megi þið endilega láta mig vita. Og það væri auðvitað best ef að þið ættuð hana því ég vil kaupa hana af...

Stend á gati (15 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Þannig er mál með vexti að ég þarf að skrifa ritgerð og skila henni fyrir 1. október. Alveg nógur tími hugsið þið kannski, en það er bara allsekki því ég þarf að hafa haldbærar heimildir fyrir því sem mig langar til þess að skrifa um og það er nú bara hægara sagt en gert að finna það. Eftirfarandi er fullyrðing sem ég þarf að vera á með eða á móti: “Ef konur væru góðir ráðuneytisstjórar væru fleiri konur í ráðuneytisstjórastöðum”. Mig langar til þess að vera með þessu bara svona til að ögra...

Myndasíða (2 álit)

í Ljósmyndun fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Hérna ég er komin með myndasíðu. Þætti ógurlega vænt um að fá gagnrýni eða bara eitthvað. Maður lærir ekki nema að skilja hvað maður er að gera rangt svo:) En hérna.. þúst þetta eru fyrstu “alvöru” myndirnar mínar svo plís ekki kúka of mikið yfir mig:$ http://flickr.com/photos/27183565@N03/ Fyrirfram þakki

GARG (12 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ok líkt mér, þarf alltaf að gera allt á síðustu stundu. Ég er að fara í þemapartý í kvöld(hata þemapartý)og ég ætla að vera punk. Þemað er semsagt punk eða disco og það er sko over my dead body að mæta sem disco. Allavega. Ef þið væruð að fara í punk partý, í hverju mynduði mæta? Ég hef nákvæmlega enga hugmynd. Og bannað að segja mér að justfkngoogleit. Been there, done that, fann ekki neitt sem ég gæti mögulega hent saman úr því sem ég á. Svo stelpur. Hvernig mynduði mæta?

Er að verða geðveik! (8 álit)

í Ljósmyndun fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ok ég veit að þið hafið séð þessar spurningar milljónogtvisvar sinnum en mér er alveg sama. Verið bara fegin að einhver vill fá ráð hjá ykkur, það er bara allsekki sjálfgefið. Er ég búin að sannfæra ykkur til þess að svara mér? Flott. Nú er ég búin að vera að pæla að fá mér betri myndavél í alveg heillangan tíma og get ekki ákveðið mig. Ég vil ekki kaupa neina helvítis vitleysu. Til þess að koma því á hreint þá er ég að fara að kaupa frá Elko og valið stendur á milli Canon EOS 1000d og Canon...

Stress (8 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Jeminn, ég er að fara að byrja í háskólanum. Reyndar önn númer 2 en af einhverjum ástæðum er ég stressaðri núna heldur en ég var síðast. Mig langar til þess að forvitnast hversu margir eru að fara í HÍ? Það sem væri jafnvel enn skemmtilegra er hversu margir eru að fara í Félagsfræði í HÍ. Á eftir að kaupa allar bækurnar, skráði mig í vitlaus námskeið, þarf að leiðrétta það og já á eftir að eyða mörgum þúsundköllum í bensín á dag því að vitleysingarnir í háskólanum hönnuðu óvenju leiðinlegar...

Vei fyrir mér.. (20 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég bara verð að monta mig. Því ég hef aldrei á ævinni bakað eitthvað ætilegt en í dag þá tókst það. Vei fyrir mér, og ekkert smá girnilegt líka. Tilgangslaust ég veit, en það er bara svo gaman að monta sig. Hah og mamma sagði að ég gæti ekki bakað. I'll show her. Húsmæðraskólinn my ass. Allavega hér er afraksturinn fyrir þá sem eru svangir:) http://myndir.bloggar.is/myndir/5552/50163/48a5ccb00e371.jpg http://myndir.bloggar.is/myndir/5552/50163/48a5ccb0c1682.jpg...

Halldór Laxness til sölu (3 álit)

í Bækur fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Jæja er með 36 stykki af bókum Halldórs. Nenni ekki að telja þær allar upp. Þið getið sent mér skilaboð ef þið viljið vita hvort bókin sem þið hafið áhuga sé til. Stk. fer á 1000kr. Nánast gefins skal ég segja ykkur:)

Cupcake (14 álit)

í Matargerð fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Mig sárvantar uppskrift að svona bandarískum cupcakes, eins og þessar: http://www.ncl.ac.uk/connectingprinciple/cp-pic/project-images/cupcake.jpg Hef bara fundið þær á ensku og þá eru aldrei myndir með. Mig langar kannski líka að vita hvernig þær komu út og svona:P

Xbox 360 Elite (4 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 6 mánuðum
XBox 360 til sölu. Með fylgja tveir þráðlausir stýripinnar og 3 leikir. Medal of Honor: European Assult, Oblivion og FIFA 08. Ný kostar hún tæpar 50.000kr og þá fylgir bara einn stýripinni með. Hún fer á 35.000kr. Glæsileg leikjatölva frá Microsoft: -Skilar leikjum í 1080p upplausn í High Definition grafík -Nettenging svo hægt sé að spila við fólk út um allan heim, eða bara til að ná í demo eða myndir -Þráðlausir stýripinnar með möguleika á þráðlausum headsettum -120gb diskur til að geyma...

Áhuga? (6 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 6 mánuðum
XBox 360 til sölu. Með fylgja tveir þráðlausir stýripinnar og 3 leikir. Medal of Honor: European Assult, Oblivion og FIFA 08. Ný kostar hún tæpar 50.000kr og þá fylgir bara einn stýripinni með. Hún fer á 35.000kr. Glæsileg leikjatölva frá Microsoft: -Skilar leikjum í 1080p upplausn í High Definition grafík -Nettenging svo hægt sé að spila við fólk út um allan heim, eða bara til að ná í demo eða myndir -Þráðlausir stýripinnar með möguleika á þráðlausum headsettum -120gb diskur til að geyma...

Álit ykkar getur breytt öllu! (10 álit)

í Ljósmyndun fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Jæja enn og einu sinni leita ég til ykkar. Kona sem ég þekki vill endilega losa sig við myndavélarnar sínar og ég ætla að spyrja ykkur hvað ykkur þykir ásættanlegt verð því mér finnst hún vera að biðja um frekar hátt. Vél I. Sony Cyber-shot, ca. 3 ára gömul. Var keypt á 40.000 þús á sínum tíma. 7.2 megapixla. Með fylgir minniskort, lítil taska utan um hana og hleðslutæki. Hún vill fá 15.000 kr, sem er svo sem ekkert svakalegt en æi ég veit ekki. Vél II. Canon EOS 400D. 3 mánaða gömul, ekkert...

Upp á líf og dauða (19 álit)

í Ljósmyndun fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Jæja ég hef tvær mikilvægar spurningar fyrir ykkur kæru hugarar. 1. Mig er farið að langa að fá mér betri vél. Keypti mér Canon Ixus 70 í fyrra en hún er bara ekki nógu skemmtileg, er farin að hafa meiri áhuga fyrir þessu og þar af leiðandi langar mig að geta tekið betri myndir. Ég vil fá að vita hvaða vélar eru góðar og hvaða linsur henta þeim vélum. Verð ca. 80.000-120.000. Og ekki koma með svona skoðaðu korkana fyrir neðan, been there done that og þeir enda alltaf í einhverju rugli þar...

Heyrnalaus stelpa og íslensk náttúra.. (15 álit)

í Músík almennt fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Mig vantar lag. Íslenskt lag til þess að vera nákvæm. Það sem ég man úr því hljómar svona: “…hún á augu, hún á sál, hún á fallegt fingramál” “…barnið ó barnið, kenndu okkur mál þitt, kenndu okkur að skilja þig, kenndu okkur mál þitt” Í myndbandinu er lítil heyrnalaus stúlka að labba um íslenska náttúru og leika sér á rólóvelli m.a. Niðri í horninu er túlkur fyrir heyrnalausa. Og mig minnir að það hafi verið kona sem söng þetta lag. Þetta er það eina sem ég man, vantar þetta lag asap;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok