Veistu ég vinn á leikskóla og er staðráðin í því að ég ætla bara að skíra barnið mitt einhverju gömlu og gildu íslensku nafni. Er komin með ógeð af Natalía, Eva, María, Lovísa, Emilía, Rós, Freyr, Snær, Sindri.. þoli ekki þessi nöfn. Það er aðeins eitt barn af 100 sem heitir Jón og engin Anna eða Guðrún. Ég fíla nöfn sem eru svona frekar skrítin en samt falleg eins og Salka og Katla. Elska þessi nöfn.