Ég veit ekki alveg hvað þú ert að meina, en einu sinni voru sálfræðingar einmitt að reyna að komast að því hvernig hugarstarfsemin virkar með því að hugsa um hugsun sína, og greina hana í “frumeindir” sínar (þetta kallast, að mig minnir, strúktúralismi, eða formgerðarstefna). Þetta er löngu dottið upp fyrir, þar sem menn komust einmitt að því, eins og ojb bendir á, að þetta gaf alls ekki sambærilegar niðurstöður á milli manna. Einn rannsakandi gat til að mynda sagt að allar hugsanir væru...