Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Calliope
Calliope Notandi frá fornöld 42 ára kvenmaður
602 stig

Re: Er sálfræði gervivísindagrein?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 1 mánuði
Mér sýnist á öllu að það hvort sálfræði sé vísindagrein sé of sérhæft til að fá nægar umræður um það. Kannski er því betra að spyrja almennt: Hvað gerir grein að vísindagrein? Calliope

Re: Er sálfræði gervivísindagrein?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 1 mánuði
Já, Thor1 heitir maðurinn…

Re: Er sálfræði gervivísindagrein?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 1 mánuði
Kreoli: Þetta er algengur misskilningur. Það er rétt að margir í sálfræði sjá um að hjálpa geðsjúkum. Það eru þó ekki nærri því allir. Sálfræði tekur til huga, heila og hátternis. Auk klínískrar sálfræði eru til undirgreinar eins og hugfræði, þroskasálfræði, skynjunarsálfræði, félagssálfræði og atferlismótun, svo fáeinar séu nefndar. Þú-sem-ég-man-ekki-hvað-heitir: Það hvort sálfræði sé vísindagrein er er réttmæt spurning sem mikið er pælt í innan sálfræði. Ef þú hefur ekkert um hana að...

Re: Er sálfræði gervivísindagrein?

í Heimspeki fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þetta er rétt sem þú segir, Blublu, frekar kaldhæðnislegt ;-) Það er ofsalega erfitt að trúa á sál eftir að hafa verið í sálfræði. Líka nokkuð rétt með það sem þú segir um heilann, mætti samt vera meira af því í grunnnámi (en það kemst náttúrulega bara takmarkaður fjöldi námskeiða fyrir).

Re: 14 ára krakkar

í Deiglan fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Svakalega “málefnalegar” umræður… Fantasía: Ég er sammála þér, ég man hvað það var pirrandi að vera unglingur og þurfa að sitja undir “þið unglingar eruð…” staðhæfingum. Allir alltaf settir undir einn hatt, frekar ósanngjarnt. Það eru til unglingafordómar, alveg eins og það eru til kynþáttafordómar og kvenfyrirlitning. Calliope

Re: Meðalhæð?

í Tilveran fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Nauh, er ég YFIR meðalhæð? Ég er sko 168 eða 169 cm. Oh, hvað það er nú gaman ;-) Mér finnst samt hæð ekkert skipta neitt svakalega miklu máli, ef fólk samsvarar sér bara vel. Calliope

Re: Fólk veit EKKERT um hvað sálfræði snýst!

í Vísindi fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Gthth: Já, það er örugglega rétt hjá því að aðrar fræðigreinar eiga við sama vandamál að stríða. Ég held að þetta eigi þó sérstaklega við greinar sem ekki eru kenndar í grunnskóla, eða eru ekki skylda í framhaldsskóla. Divaa: Það er rétt hjá þér að dulsálfræði var eitt sinn mjög vinsæl innan greinarinnar, en er eiginlega dottin upp fyrir núna, þar sem EKKERT hefur komið út úr rannsóknum á sviðinu. Dulfræðileg fyrirbæri virðast ekki standast vísindalega skoðun. Man-ekki-hvað-heitir-sorry: Já,...

Re: Panspermia

í Heimspeki fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þetta er athyglisverð kenning (og ágætis bók, líka), en ég er sammála síðasta ræðumanni, hún segir ekkert til um uppruna lífs í heild. Calliope

Re: Trú og vísindi.

í Vísindi fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er sammála Damphir að það skýrir nákvæmlega ekkert að segja að Guð hafi komið Miklahvelli af stað. Hver skapaði Guð? Og hver skapaði þann sem skapaði Guð? Og svo framvegis, ad infinitum. Ég trúi ekki á Guð þar sem engin óvéfengjanleg gögn eru til sem sýna fram á tilvist hans. Sumir trúaðir myndu mótmæla þessum hugsunarhætti, og ef til vill benda á að það sé heldur ekkert sem sanni að hann sé ekki til. En það er svo markt sem ekki er sannað að er ekki til. Það gætu til dæmis hugsanlega...

Re: Að vera skyggn = að vera geðveikur?

í Dulspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hmm, já, það virðist ekki vera hægt að setja html-kóða inn í póstinn hér, svo hér er vefslóðin á Vísindavefinn: http://visindavefur.hi.is

Re: Að vera skyggn = að vera geðveikur?

í Dulspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég vil benda á ágæta grein Sigurðar J. Grétarssonar, sálfræðiprófessors, um svipað efni. Hægt er að finna greinina á <a href = "http://visindavefur.hi.is“>Vísindavefnum</a> og leita þar að ”draugar". Calliope sálfræðinemi og efasemdarmanneskja

Re: Hvað ertu að gera???

í Skóli fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Jú, í MH er áfangakerfi, og gott leiklistarlíf.

Re: Fáðu ritgerðirnar gerðar fyrir þig

í Netið fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Hmmm… ég tók þetta gendertest og ég er “definately a man”. Ég er samt stelpa. Ég var að vísu á mjög gráu svæði. Calliope

Re: Hvað ertu að gera???

í Skóli fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það er rétt, það vilja ekkert allir verða vísindamenn, og það ættu ekki allir að verða vísindamenn. Sumum, eins og mér, finnst samt svaka gaman að verða vísindamenn ;-) Mér finnst líka afskaplega gaman að læra um eitthvað nýtt. Ég held virkilega að það geti gert mig hamingjusama að eyða hellingstíma í nám og fara í erfiða og krefjandi vinnu. Ég skrifa þetta bara til að benda á að mér finnst þú vera að gera ákveðnar alhæfingar (svo sem það að leggja hart að sér í námi sé tilgangslítið) sem...

Re: Welcome to my world

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Skil þig svolítið, Úlfur, þegar maður les mikið á ensku getur verið erfitt að hugsa um efnið á íslensku, því miður. Ég var reyndar eiginlega þakklát yfir því að greinin þín væri á ensku, þar sem íslensku stafirnir í þessari blessuðu Macintosh-tölvu eru bilaðir. Ég sé ð sem >, þ sem fl o.s.frv. Frekar pirrandi.

Re: Sál með augum sálfræði

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það er hárrrétt að það er enn ekki hægt að útskýra meðvitund með óyggjandi hætti, en það er ekki þar með sagt að hún sé óútskýranlegt mystískt fyrirbæri (enda sýnist mér þú ekki halda því fram). Málið er bara að vísindi VERÐA að halda sig við staðreyndir og byggja ofan á þær, annars staðna þau. Og vísindi verða þröngsýn um þau málefni sem ekki eru til miklar staðreyndir um. Svo er bara vonandi að þekking manna á huga og heila leiði sannleikann einhvern tímann í ljós.

Re: Sál með augum sálfræði

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Til gamans má líka geta þess að sálfræðingar nota hugtak sem nefnist metacognition, sem er nokkurn veginn það að vita hvernig hugarstarfsemi sin virkar. Svo eru til ýmis undirheiti, svo sem metamemory og metathinking. Það hefur sýnt sig að það getur skipt heilmiklu hversu vel maður þekkir einmitt sína eigin hugarstarfsemi. Meira minni með auknum aldri virðist t.d. ekki skýrast af aldrinum per se, heldur frekar af auknu metamemory, það er með auknum aldri hefur fólk öðlast meiri reynslu af...

Re: Sál með augum sálfræði

í Heimspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þú meinar sem sagt að maður geti ekki rannsakað hugsun með hugsun án þess að breyta því sem maður ætlaði að rannsaka? Þetta er að sjálfsögðu rétt. Þess vegna er heldur ekki notast við slíkar mælingar. Þass má svo geta að langflest verður fyrir áhrifum af þeim mælingum sem gerðar eru á því fyrirbæri, maður verður bara að reyna að lágmarka þau áhrif.

Re: Lois Pasteur!

í Vísindi fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ef ég má bæta við, þá er í mörgum nágrannalöndum okkar talað um pasteuriseringu, þegar átt er við gerilsneyðingu, og er það dregið af þessum karli ;-) Held ég fari örugglega rétt með þetta… Calliope

Re: svart og hvítt

í Vísindi fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Að sjálfsögðu fer þetta allt eftir því hvernig fólk kýs að flokka saman liti. Litir eru yfirleitt flokkaðir eftir litbrigðum, birtustigi og mettun. <b>Litbrigði</b> er það sem greinir rautt frá gulu, og gult frá grænu o.s.frv. <b>Birtustig</b> er hversu ljós eða dökkur liturinn er. <b>Mettun</b> er hversu blandaður liturinn er ókrómatískum “litum”, það er hvítu, svörtu eða gráu. Því meira blandaður, því minna mettaður. Það sem þú ert að segja er að hafi tveir litir sama gildi á bæði...

Re: Er lenging skólaárs ''holl''?

í Skóli fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Mig langar að svara skite þann sem skrifaði hér fyrir ofan. Hann/hún sagði: 1. lagi er alltof mikið af smáatriðum kennt í grunnskóla og svo er eitthvað líkt þessum smáatriðum kennt í framhaldi. Það er rétt, það mætti samræma meira á milli skólastiga, sumar greinar fá ekkert vægi á meðan aðrar fá allt of mikið vægi. Í stað þess að fara í verkfall gætuð þið skólakrakkar verið virkari í að koma með uppástungur um hvað ykkur langi að læra. Sem dæmi um það sem mér finnst ábótavant í námi í...

Re: Er lenging skólaárs ''holl''?

í Skóli fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég er hlynnt því að lengja skólaárið, en það á ekki að lengja það bara til þess að lengja það, og láta krakka svo slæpast allan daginn. Í nágrannalöndum okkar hefur skólaárið alltaf verið mun lengra en hér. Krakkar í nágrannalöndum okkar eru líka betur staddir í náminu. Það á að lengja skólaárið, og nýta þann tíma skynsamlega með því að KENNA krökkunum meira. Mér finnst því miður að það sem krökkum í íslenskum grunnskólum sé kennt sé að vera latir, því það er ekki ætlast til neins af þeim...

Re: Sál með augum sálfræði

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég veit ekki alveg hvað þú ert að meina, en einu sinni voru sálfræðingar einmitt að reyna að komast að því hvernig hugarstarfsemin virkar með því að hugsa um hugsun sína, og greina hana í “frumeindir” sínar (þetta kallast, að mig minnir, strúktúralismi, eða formgerðarstefna). Þetta er löngu dottið upp fyrir, þar sem menn komust einmitt að því, eins og ojb bendir á, að þetta gaf alls ekki sambærilegar niðurstöður á milli manna. Einn rannsakandi gat til að mynda sagt að allar hugsanir væru...

Re: Skola styrkir

í Skóli fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Var einhvern tíma að skoða svona og fann fullt af styrkjum, að mig minnir, á heimasíðu HÍ (með því að fara þar í leitina). Svo er náttúrulega hægt að sækja um Fulbright-styrk. Þessir styrkir eru samt, að ég held, langflestir fyrir fólk sem er að fara í framhaldsnám í háskóla, ekki grunnnám. Veit ekki hvort þú ert að sækja um. Ef þú ert að fara í framhaldsnám, ert góður nemandi, hefur verið aktífur í félagslífi og hefur jafnvel gefið út einhverjar rannsóknir þá borga skólarnir þarna úti námið...

Re: Sál með augum sálfræði

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það er einmitt dálítið áhugavert að velta því fyrir sér hvort dýr “viti af sér”, því það er ekkert svo víst. Maðurinn veit meira að segja ekki allaf af sér, ef so má segja. Mig minnir að ég hafi minnst á nokkuð sem heitir blindusjón einhvern tíma áður hér á Huga, en langar að gera það aftur. Fólk með blindusjón hefur yfirleitt skaddast í frumsjónberki og er því “blint” á hluta sjónsviðsins, a.m.k. segist það ekki sjá neitt þar. Það skrýtna við þetta er samt að þetta fólk getur brugðist við...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok