Eftir þvi sem ég hef heyrt er PIII933MHz öflugri en PIV 1,5GHz í langflestum verkefnum. Ég á líka eftir að sjá Intel framleiða eitthvað af þessum örgjörfa. Mér finnst ótrúlegt ef þeir geta tekið stökkið úr 933MHz í 1,5GHz. Ég held að K7 sem eru að koma út í allt að 1,5 GHz útgáfum eigi eftir að vera besti kosturinn næstu 8mánuðina. Sérstaklega þegar DDR minnið verður komið en það lýtur út fyrir að DDR minni auki vinnsluhraða um allt að 10%. Það verður líka sæmilega ódýrt ólíkt RDRAM'inu....