Af því að við erum að kítast í öðrum þræði Grunt, langar mig að rífast í þér hér :) Síðan ég fór að flækjast að einhverju marki í tölvum hef ég sífellt verið að rekast á þetta orð aðferðafræði. Enska heitið er Methodology. Aðferðafræði er fræðigrein sem rannsakar hvernig rannsóknir eru gerðar þannig að niðurstöðurnar verði marktækar. Það sem þú ert að tala um er aðferð, ekki aðferðafræði. En eins og ég segi þá er þetta mjög mjög algengt að tölvufólk rugli þessu saman. Varð að koma þessu frá...