Kodak er að hætta í geisladiskum. Þeir voru með mjög góða diska en það er allt búið núna. Það eru bara þrír meiriháttar framleiðendur eftir. Princo, Ritek og Tayo Yuden. Tayo Yuden er sá besti og þekkist best á því að pakkarnir eru merktir “Made in Japan”. Það er auðveldasta leiðin til að finna góða diska. Gæði diska er aðallega í því fólgin að þeir þola meira og endast lengur. Því miður eru diskar oft lélegri eftir því sem það er hægt að skrifa þá á meiri hraða.