Vel valið í tölvu að mér sýnist. Passaðu að örgjörfinn sé Thoroughbred (0,13 micron) og mér finnst 3000 kr vera lítið fyrir að fara upp í ATI 9000kr og vel þess virði. Ég hef áhyggjur af því að Straumbreytirinn sé ekki nógu öflugur þrátt fyrir að vera 300w. Fáðu fullvissu fyrir því, helst með því að fletta því upp á AMD heimasíðunni. Ef þetta er einhver almennilegur PS framleiðandi er þetta ekkert mál. Annars er þetta með fallegri tölvum sem ég hef séð valið í í seinni tíð.