Eitthvað af skyggnum í minni fjölskyldu, þó mig dreymi yfirleitt eitthvað skrítið og sé stundum fáranlega hluti. Eina nótt vaknaði ég í svitabaði, skelfingu lostinn og leit í kring um herbergið og sá unga stelpu, ekki eldri en 9 ára, í hvítum kjól með mjög dautt andlit. Eða þ.e.a.s. engan svip og starði á mig, ég blikkaði MARGOFT augunum en hún var ennþá þarna og þegar ég var að fara úr rúminu var eins og hún blandaðist umhverfinu, rétt eins og slökkt er á sjónvarpi en þú sérð enn myndina...