Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Brjann
Brjann Notandi frá fornöld 378 stig

Re: lizardmen.

í Borðaspil fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nei, þú þarft ekki að gera það, en Azmodan var bara að benda þér á handhægt forrit sem setur upp listana fyrir þig. Armylistinn fyrir Lizardmen er í Annual 2001. Ef vinur þinn er að byrja er hægt að fá að ljósrita listann ef hann vill ekki spandera í bókina bara fyrir hann. Eða hann getur farið á urlið http://www.games-workshop.com/warhammerworld/warhammer/lizardmen/lizardmen.htm smellt á: “Warhammer Chronicles - Lords of Creation (488K - Adobe PDF Download)” og prentað út listann. Ekki...

[WHFB] Blóðbað!

í Borðaspil fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Siggi: Þetta verður þá ágætis upphitun fyrir mótið! Ég breyti eiginlega aldrei hernum mínum hvort eð er… Segjum 2000 stig klukkan 19:30 í Nexus. Eftir að hafa safnað að sér fleiri greenskinnum er warbossinn minn með hefnd í huga! Brjánn

Re: Nýar dollur

í Borðaspil fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það stendur víst til, allavega sagði Paul Sawyer, ritstjóri White Dwarf það nýlega. Það þýðir samt ekki að þær séu á leiðinni á næstunni, og gæti í raun bara verið önnur útfærsla á nýju dollunum, t.d. með þéttihring úr plasti… Brjánn

Re: [WHFB] Fimmtudagskvöld í Nexus

í Borðaspil fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Flipskate: Frá svona fimm eða sex, salurinn er opinn til 23:30. Rarrata: Það er bara eitthvað sem þarf að skoða, þetta var nú bara hugmynd, ekkert farið að pæla í punktum. Fer náttúrulega eftir því hverjir ætla að mæta og hvað þeir eiga stóra herji! En ég held samt að það yrði aldrei undir 1500 pt, og hugsanlega 2000 pt. Spurning um að ræða þetta efir nokkur kvöld til að sjá hver áhuginn er? Warpchylde: Er alveg til í næsta fimmtudag. Ef þú ferð svo úr bænum fyrir fimmtudaginn 16. jan (eða...

Re: Empire shooters (fantasy)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það fer náttúrulega eftir því hvað annað þú ert með í hernum :) Ertu með margar vígvélar og aðra shootera, eða er þetta meira og minna riddaralið? Hvað er hlutverk þessarra 10 shootera? Eiga þeir að plugga niður fast cavalry og litla pirrandi hluti, eða eiga þeir að taka út rank bonus og jafnvel gera panic test á cavalry? Brjánn

Re: [WHFB] Mót alla helgina!

í Borðaspil fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Batich: Leitt að heyra. Endilega kíktu samt við á sunnudeginum ef þig langar. Þú getur slegið á þráðinn áður, ef það er einhver að sitja hjá getur þú allavega pikkað upp bardaga frekar en að horfa bara á :) Kreoli: Þú mætir nú samt þó þú náir ekki að mála nokkrar skinkur ekki satt??? BTW, ertu búinn að senda kroxigorana í hlíðniskólann? :D Brjánn

Re: [WHFB] Mót alla helgina!

í Borðaspil fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Snowcloak: Jubbs, það verða fleiri bardagar, og hugsanlega aðeins rýmra um hvern bardaga, svona tímalega séð. Ég veit ekki hvenær mæting er, það átti að vera 10, en það var þegar við héldum að það yrði bara spilað annan daginn. Veit ekki hvað Gunni gerði með það, en finnst 11 líklegra… Brjánn

Re: Coat d'Arms máling

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Flipskate: Hún hefur reynst mér mjög vel. Hún er oft aðeins þynnri en GW málingin, en maður þarf oftast að þynna GW stuffið svo það er góður kostur. Dollurnar eru eins og eld-gömlu GW dollurnar, og ekki ósvipaðar og það sem GW notaði áður en þeir fóru að nota dollur dauðans. Það eru 17 ml í hverri dollu, sem er, ef minnið er rétt, 2 ml meira en í GW dollunum. Hver dolla kostaði 1.1 pund, sem er 145 kall. Ég hef bara ekki flutt þetta hingað til lands svo ég veit ekki með kostnaðinn við það....

Re: huga-mót?

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Held bara að það séu of fáir spilarar á Huga til að halda eitthvað huga-mót… Hinsvegar hef ég verið að gæla við að halda sjálfstætt mót (ekki í Nexus salnum), en það verður aldrei neitt á næstunni… BTW, af hverju ert þú að leggja þetta til ef þú getur svo ekki verið með?????????? Brjánn

Re: [WHFB] Mót 11. janúar (99% víst...)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Bastich: Bömmer :( Þá er bara að vona að þetta endi á sunnudeginum, þá verður SiggiG líka auðveld bráð, þunnari en plastpoki ;) Brjánn

Re: Íslandsmeistaramót? [whfb]

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
UBBBBBBBBS, misskildi spurninguna… Næsta mót er sko algjörlega EKKI íslandsmeistaramótið :) Gleðileg og komandi nýtt eitthvað Brjánn

Re: Drápskind

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Drapskind: Ef þú ætlar að tala um verð á hlutum eins og málingu er lágmark að þú hafir eitthvað vit á því sem þú ert að tala um. Til dæmis að það er ekki hálfur desilíter af málingu í dollunum, og þær kosta (síðast þegar ég keypti) 300 kall í Nexus. Sama dolla kostar 1.5 pund, sem er 200 kall hjá GWUK. Ég er sammála því að málingin frá GW sé dýr, en að brengla staðreyndir þannig að það sé Nexus að kenna er bull. Ef þú hefur búið úti í Bretlandi og verslað við GW búðir er nokkuð ljóst að þú...

Re: Íslandsmeistaramót? [whfb]

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Mjööööööög trúlega. En það er stefnt á það í byrjun september svo það er ekki hægt að segja með nokkurri vissu. En ég get lofað þér því að ef það á að vera eitthvað vit í því verður það ekki undir 2000 pt. Brjánn

Re: [WHFB] Mót 11. janúar (99% víst...)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Kreoli: Plattalaust??? Hvað meinar þú? Áttu við fólk sem notar ekki movement trays? Ef svo er þá er að mínu mati betra að láta það gerast af sjálfu sér. Þegar menn sjá hvað þetta er miklu þægilegra þá verður ekki aftur snúið :) Brjánn

Re: [WHFB] Mót 11. janúar (99% víst...)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Snowcloak: Jamm, það er rétt. Þá getur þú fengið 0-20 stig fyrir að vinna bardaga, og +0-3 stig fyrir að vera skemmtilegur mótspilari. Það þýðir miðað við 6 bardaga 0-18 stig, meðan maður getur fengið 0-120 fyrir sigra á vígvellinum. Mér finnst það alls ekki of mikið, ef þú skoðar stigagjöf á mótum úti (UKGT, USGT eða WPS mótum) þá er sportmanship mun veigameira, oft um helmingur af því sem þú getur fengið fyrir að sigra vel. Þetta er nú einu sinni hugsað til þess að menn reyni að leggja sig...

Re: Kostir og Gallar við Orcs

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Kostirnir við orka og gobba er náttúrulega það að hver kall er frekar ódýr í punktum talið, svo þú getur verið með heilan haug af þeim á borðinu. Svo eru orkar með gott toughness svo þeir eru alveg ágætir í bardaga. Svo er náttúrulega góður kostur að þetta er ótrúlega fjölbreyttur her, þú getur gert her í kringum massa af fótgönguliði, getur gert her bara með goblinum, bara með savage orcs eða hvað sem þig langar. Þeir eru með OK riddaralið, engin snilld, en þeir eru ódýrir líka svo það er...

Re: Varðandi mót 11/12 Jan.

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það var ég líka að vona, en þeir í Nexus eru með ferlegt bögg út af því. GunniT reyndi eins og hann gat að fá að halda tveggja daga mót en fékk ekki… Það er farin að verða spurning um að leigja sal fyrir almennileg mót og spila þegar manni sýnist. Gallinn er að þá þarf einhver að eiga borð (máluð) og haug af terraini… En það er góð pæling fyrir framtíðina ef þetta á að vera svona í Nexus-salnum… Hlakka bara til að sjá þig, og vona að ég fái tækifæri til að merja litlu rotturnar í svaðið...

Re: Um Málningardollurnar frá Games workshop.

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Drapskind: Ertu að tala í alvöru eða ertu að leita uppi rifrildi? Þetta hljómar eins og annað hvort vitir þú EKKERT um hvað þú ert að tala, eða að þú sért að bulla einhvern fjandann til að ná mönnum upp. Ég hef búið í Bretlandi og verslað við GW beint, það er ekki mikið ódýrara en að kaupa af Nexus, og GW búðirnar eru ekki með nema brot af flutningskostnaðinum, enga tolla, lægri skatta, og fá svo betri díl hjá sjálfum sér en sjálfstæðar búðir eins og Nexus. Mæli með því að þú gerir réttan...

Re: [WHFB]orcs and goblins

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Minn O&G her virkar OK í bardögum, þegar helv… orkarnir fara ekki að rífast einmitt þegar ég vil ráðast á andstæðinginn. Mín reynsla er að annað hvort gengur allt vel og ég rústa bardaganum, eða allt fer í klessu, ég tapa bardaganum svo illa að það hálfa væri nóg :) Grunnurinn í öllum flottum O&G herjum er slatti af orc boyz fótgönguliði. Sumir fíla black orcs og night goblins, aðrir (eins og ég) fíla frekar að hafa orc big'uns, venjulega goblina og slatta af wolfriderum. Mæli bara með að þú...

Re: Um Málningardollurnar frá Games workshop.

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Jamm, ‘nýju’ dollurnar frá GW sökka svo um munar. Ef þú ert mjög ósáttur er eitt ráð til sem virkar: Kaupa málinguna frá öðru fyrirtæki! Farðu á www.gladiatorgames.co.uk, þeir selja coat d'arms málingu sem er það sem var upprunalega selt sem GW máling (þessi í þægilegu dollunum). Ég keypti haug af þessu þegar ég var í Bretlandi, hver dolla kostar um 140 kr + flutningur + tollur. Sem er gott miðað við að það er 2 ml meira í þeim en GW draslinu. Tekur ekki langan tíma að fá pöntunina, og...

Re: Um notkun

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Blek er já ágætt tæki til að gera skugga á módel, sérstaklega á staði þar sem miklar misfellur eru, svo sem á vöðvaða kalla, brynjur og þessháttar. Mér finnst samt yfirleitt best að drybrusha yfir eftir að blekið er vel þurrt. Þá mála ég grunnlit (t.d. grænan fyrir orkana mína), bleka vel yfir með grænu bleki, og drybrusha svo með ljósari grænum. Þetta gefur pínulítið ‘rough and dirty’ áferð á stórum svæðum (berum handleggjum) en er mjög hreinlegt og fínt á fínum brynjum High Elfs og fleiri....

Re: [WHFB] Plattar undir hersveitir (Movement trays)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Kornflakes: Það er hugmynd, en það eru samt viss vandamál því tengd. Sérstaklega það að þeir eru bara í tveimur stærðum og þú átt ekki séns á að koma 25 orkum á einn þeirra :) En að þeir endist betur en heimatilbúnir er algert kjaftæði, allavega ef þú gerir þessa heimatilbúnu vel til að byrja með. Það er náttúrulega annað ef ‘heimatilbúið’ er loka af pizzakassa með grænni málingu… Veit bara að mínir movement trays endast helvíti vel, og eiga eftir að gera það lengi :) Og það er enginn...

Re: [WHFB] Plattar undir hersveitir (Movement trays)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég nota reyndar bresk penny, en prinsippið er það sama. Ég set bara slatta af trélími innan í plattann (virkar bara með 25mm platta sem eru ekki með rönd ofaní fyrir kallinn) og læt þorna yfir nótt. Brjánn

Re: Daemon Prinsinn minn :-)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Eru þetta nýjar myndir eða er þetta það sama og þú sendir mér? Ég get ekki hlaðið upp síðunni af einhverjum annarlegum ástæðum… Ef það eru nýjar myndir, getur þú (einhver) sent mér direct link? Brjánn

Re: NNNNNEEEEEEEIIIIIIIIII!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Rólegur maður. Það er ekki það sem ég á við. Spurning mín var sú hvað aðrir notendur þessa áhugamáls á Huga eiga að græða á 5th ed taktík? Væri ekki nær að senda hana bara á þá vini þína sem þú veist að eru að spila það kerfi? Því eins og menn hafa minnst á er taktík fyrir 5th edition og taktík fyrir 6th edition tveir mjög ólíkir hlutir… En ef þú vilt senda þetta inn er það náttúrulega þitt mál… Brjánn
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok