Ég sagði aldrei að Kóraninn hafi breyst, og Biblían ekki heldur, heldur að menn hafi túlkað bæði ritin eins og hentar þeirra hugsjónum, þau eru bæði skrifuð það óljóst og í það mikilli mótsögn við sjálf sig að það má alltaf finna rök fyrir málstað sínum, jafnvel þó að það mæli gegn megin boðskap þeirra beggja sem er ást og kærleikur í garð náungans. En það að páfagerður segi eitthvað breytir ekki Biblíunni. Biblían er rit sem hefur líka haldist óbreytt í þessi ár síðan það var skrifað (fyrir...