Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvað er hvað í pólitík?

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Já, það sem ég var að segja sumir setja þetta upp sem andstæður en í raun er mjög margt líkt með kommúnisma og fasisma.

Re: Hvað er hvað í pólitík?

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Já, ég veit það, þetta er aðallega sett sem “últra hægri” til að mótsvara kommúnismanum sem “últa vinstri” og oft talað um andstæður þarna, sem sannarlega er ekki alveg rétt.

Re: þröngsýni

í Tilveran fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Vá, hve lága greindarvísitölu þarf maður að hafa til að láta sannfærast af þessu myndbandi? Það er vel hægt að gera alvöru ádeilu myndbönd á þróunarkenninguna, hún er ekki það gallalaus að tína verður til svona skít í gagnrýni.

Re: þröngsýni

í Tilveran fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ef þetta er ekki eitt versta vídjó í heimi… Ekki er þessum náungum alvara?

Re: Hvað er hvað í pólitík?

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
það er ekki hægt að flokka fasisma á einföldum skala, hann verður að vera tvöfaldur. Vinstri - hægri er ekki nóg. En það er samt oft talað um últra hægri stefnu í sambandi við fasisma.

Re: Mig vantar nafn á leik

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Gaur, þú ert snillingur, það var þessi StarTropics leikur þakka þér æðislega

Re: eric clapton

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Meistari, mikill meistari.

Re: Mig vantar nafn á leik

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
<a href="http://tinypic.com“ target=”_blank“><img src=”http://i14.tinypic.com/29lfexu.png“ border=”0“ alt=”Image and video hosting by TinyPic"></a> kannski eilítið svona Bætt við 14. apríl 2007 - 11:11 ??? eitthvað klikkaði linkurinn http://tinypic.com/view.php?pic=29lfexu

Re: Mig vantar nafn á leik

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
ég veit að þetta er óljóst hjá mér, enda er ég bara að biðja um alla þá leiki sem ykkur dettur í hug. En ég skal prófa að nota paint.

Re: Jesús

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nei, hún er ekki beint um Jésú, fjallar um djöfulinn og föruneyti hans en inn í hana tvinnast saga Pontíuasar Pílatusar (eina aðalsöguhetjan skrifaði semsagt bók um hann) og þar kemur Jésú einhvern tíman fyrir. Þetta er semsagt tvær sögur. Virkilega góð bók.

Re: Jesús

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Það er nú ekkert álitamál um aldur guðspjallana né munnlega geymd í þeim efnum, það er rétt hjá þér að þau voru skrifuð langt eftir áætlaðan dauða Jésú og voru að mestu í munnlegri geymd (þess vegna sagði ég líka að þau væri slæm heimild). Sjálfum finnst mér sú mynd sem dregin er upp af Jésú í Meistaranum Og Margarítu vera alveg líkleg, þar er hann semsagt bara hugsjónamaður, að vísu allt of “góður” og réttlátur en engu að síður bara hugsjónamaður. Eina sem ég var kannski að böggast út í var...

Re: Jesús

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Mér sýnist það nú vera þú er snýr út úr… Stærsta heimild fyrir tilveru Jésú krists eru Guðspjöllin (ekki mjög góð heimild en sú stærsta engu að síður) og þar er hann guðlegur, þegar þessum heimildum er hafnað er lítið eftir og því alveg eins hægt að strika hann út sem algeran skáldskap. Þögn Páls er ein helsta vísbending fyrir því að Jésu hafi ekki verið til, eða allavega ekki í því ljósi sem kristnir menn draga upp af honum. Ég meina bara annaðhvort var hann til og var kraftaverkamaður eða...

Re: dauður hundur!

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þig dreymdi látinn hund, ekkert meira ekkert minna mig dreymir oft hluti sem ég hef misst og það merkir nákvæmlega ekki skít, fólk saknar einhvers og hugsar kannski mikið um eitthvað sem það hefur misst og þá ratar það oft inn í drauma.

Re: Borgaraleg ferming, hræsni og skrípaleikur?

í Deiglan fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nei, það kemur aldrei fram, fullt af krökkum sem fermast borgaralega eru alls ekki trúlaus, það að vera trúlaus þýðir ekki bara guðlaus, það þýðir skeptík á alla yfirnáttúru. Sumir krakkar trúa kannski á “einhvern alheimskraft eða orku” eða álíka nýaldarbull. Margir trúa jafnvel á galdra.

Re: Jesús

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Afhverju þá ekki að ganga alla leið og segja “Jésu var ekki til”? Það kannski ekki réttmæli því nafnið Jésu var afar vinsælt í Ísrael á þeim tíma er Jésú var uppi og starfsheitið “Messías” var heldur ekki óvinsælt, hundruðir manna héldu því að þeir væri einkasonur Guðs og örugglega nokkrir af þeim hétu Jésú. Ef þú hefur heimildir fyrir því að Jésu hafi ekki verið kraftaverkamaður, hverjar eru þá heimildirnar að hann hafi verið til yfirhöfuð? Það er erfitt að hafa skoðun á þessu máli,...

Re: Jesús

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Og hvernig þykistu vita það? Alveg merkilegt hve íslenskir unglingar hafa ótrúlega mikið vit á kristindómi og kennisetningum kirkjunnar, þú hefur bara gengisfellt hana í einni setningu. Þú hlítur að vera ofskaplega vel lesin manneskja. Jésú er einn stærsti partur af kristinni trú og að segja hann ekki vera guðlegan gengur í berhögg við kristnar kennisetningar. Þú ert með þessu að gera lítið úr starfa allra presta og kirkjufólks landsins. Ekki það að ég sé eitthvað að setja mig upp á móti...

Re: feeder clubs ( svara sem fyrst )

í Manager leikir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hjá mér kemur þetta átómatískt enda læt ég aðstoðarþjálfaran sjá um að skipuleggja æfingaleikina.

Re: feeder clubs ( svara sem fyrst )

í Manager leikir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
breytir voða litlu held ég veldu bara stærsta klúbbinn, vertu viss um að liðið sé í efstu deild og svoleiðis og síðan er alltaf fínt ef það er með Youth Academy þá geturðu kannski fengið hjá þeim framtíðarleikmenn ef einhverjir koma upp úr unglingastarfinu.

Re: Fats Domino

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Rytmablús og þess lags

Re: Jesús

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Það er nú deilt um það hvað hann hafi í raun predikað, en það er alveg hundrað prósent ljóst að sá Jésú er birtist í Biblíunni er að miklu leyti skáldskapur.

Re: Vantar að vita nafn á lagi úr auglýsingu

í Músík almennt fyrir 17 árum, 7 mánuðum
ég hef bara ruglast á textum

Re: Mig vantar nafn á leik

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
nei hvorugt

Re: Chris Coleman rekinn frá Fulham

í Knattspyrna fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hann fer kannski að gera skemmtilegri hluti, hann er nú ekkert horfinn úr boltanum held ég. Kannski tekur hann við af Wenger? o_O

Re: Theo Walcott?

í Manager leikir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Í mínu Arsenal seivi varð hann ekkert spes, seldi hann til Everton á 12 millu

Re: Hvað er hvað í pólitík?

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Franco var fasisti sem er últra hægri stefna, eða svo langt sem þessi einfaldi ás getur gefið vísbendingu um því svoleiðis tæki eru gölluð þegar ræða á eitthvað af viti.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok