Nei að sjálfsögðu er langsótt að nokkur slík manneskja sé til, enda er þetta svona “hypothetical” (eigum við íslenskt orð yfir þetta?). Greind er einmitt orðið sem ég vildi sagt hafa, mun hentugra en “gáfur”. Sá sem efast oftar en góðu hófi gegnir á kannski ekki samleið með samfélaginu, það er merki um geðröskun, paranóju. En að efast í hæfilegu magni, eða allavega að taka rökréttar (ath persónubundið hvað meta á sem “rökrétt”) ákvarðanir þegar efanum er svalað.