Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Trúin mín

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nei að sjálfsögðu er langsótt að nokkur slík manneskja sé til, enda er þetta svona “hypothetical” (eigum við íslenskt orð yfir þetta?). Greind er einmitt orðið sem ég vildi sagt hafa, mun hentugra en “gáfur”. Sá sem efast oftar en góðu hófi gegnir á kannski ekki samleið með samfélaginu, það er merki um geðröskun, paranóju. En að efast í hæfilegu magni, eða allavega að taka rökréttar (ath persónubundið hvað meta á sem “rökrétt”) ákvarðanir þegar efanum er svalað.

Re: dauður hundur!

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
En hvað færð þig til að snúa baki við skynseminni og trúa á eitthvað sem á sér enga stoð í raunveruleikanum?

Re: Jesús

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég er nú svosum engin biblíufræðingur og ætla ekki að fara að rökræða við þig um innihald biblíunnar og hana sem slíka… en ég mæli með því að þú lesir þessa grein: http://www.vantru.is/2005/05/19/00.01/ ásamt því að kíkja kannski á þessar http://www.vantru.is/sogulegi_jesus/

Re: Jesús

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Biblían er bara ekki góð heimild fyrir verkum Jésú eða bara góð heimild yfir höfuð því hún er troðfull af sagnfræðilegum og staðfræðilegum villum. Því er ekki hægt að meta tilvist Jésú með Biblíunni, það verður að gera með ritum sem standa utan biblíunnar og ritum frá sagnariturum þess tíma og þar kemur voða lítið í ljós, lítið fjallað um þennan bjargvætt mannkyns. En síðan er hitt náttúrulega líka áhugavert, því verður ekki neitað, að Páll Postuli skrifar ekki staf um Jésú Krist.

Re: Hafið þið lent í þessu.

í Manager leikir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég hef lent í því að ég er að bjóða í mann, jafnvel að bjóða meira en önnur lið í hann og þá frestar liðið því að taka boði mínu og í millitíðinni er hann seldur til annars liðs, helvítis bögg.

Re: Illt í maganum

í Tilveran fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Stilltu löppinni við herbergishurðina, farðu úr öllum skóm og sokkum og settu stóru tánna alveg við hurðina, opnaðu síðan hurðina og skelltu eins fast og þú getur á tánna þín Magaverkurinn hverfur strax…garantíd

Re: spurning ..

í Skóli fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nei

Re: Jesús

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þögn samtímamanna Jésúsar og þá sérstaklega þögn Páls Postula er góð vísbending um eðli Jésúar, ef hann hefði verið sá kraftaverkamaður sem biblían lýsir hefðu þá ekki allir helstu sagnaritarar þess tíma skrifað um hann, værum við þá að ræða þetta hér, nei, þá væri fólk ekki að efast. Málið er að það eru litlar heimildir fyrir því að sonur Guðs hafi stigið á jörðina, þeir sem nefnast á hann gera það í framhjáhlaupi og eru alls ekki að tala um hann sem persónu heldur iðulega eitthvað á þá...

Re: Ódýr!!

í Manager leikir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
ég mundi nú frekar kaupa Boyd sem er að krefjast sölu, það er að segja ef þetta er Adam Boyd fínasti striker og sennilega sá besti í Championship.

Re: Jesús

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Því flest sem hann gerir á við engin rök að styðjast. Og síðan eru til önnur guðspjöll og aðrar heimildir (Tómasarguðspjall, Júdasarguðspjall og Nag-Hammadí ritin eru svona á meðal þeirra þekktustu) sem sýna Jésú í allt öðru ljósi, sum þeirra skrifuð fyrr en guðspjöllin sem príða Biblíuna, það voru síðan Biskupar á ca 4 öld sem tóku saman nokkur forn handrit og settu inn í Nýja Testamentið, þau handrit sem þóknuðust kirkjunni fengu inn en þau sem gerðu það ekki var úthýst sem trúvillu og...

Re: Trúin mín

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nei, ekki allir þeir sem efast eru gáfaðir, en efinn er samt merki um gáfur, þeir sem efast eru gáfaðari en þeir sem efast ekki burtséð frá því hvort þeir séu yfirhöfuð gáfaðir. Efinn gefur þó til kynna að einhver vitsmunaleg starfsemi á sér stað í heilabúinu. Og þetta má að sjálfsögðu ekki skilja sem þannig að ég haldi að allir þeir sem trúa á eitthvað óstaðfest eins og Guð séu heimskari en við sem gerum það ekki, alls ekki. Eða jú, ef hann tekur trú á guð á þess að spurja nokkurra...

Re: Trúin mín

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ekki hræðast efann! Efinn er eitt það besta og fallegasta tæki sem mannshugurinn býr yfir. Að efast er merki um gáfur.

Re: Könnun ? - Álit

í Gullöldin fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Jú, Gorgoroth er 3 manna svartmálmsband en Sonny Rollins er saxófónleikari sko, ég er búinn að bera þetta saman

Re: Könnun ? - Álit

í Gullöldin fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Nú, hvað geturðu ekki borið saman?

Re: Könnun ? - Álit

í Gullöldin fyrir 17 árum, 7 mánuðum
það er ekkert kannski þú getur borið allt saman,

Re: Hver er að ykkar mati besta og/eða skemmtilegasta leikjatölvan?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég hef bara átt tvær, NES og Wii og þar sem ég man nú ekki mikið eftir NES að þá verð ég að segja Wii.

Re: Könnun ? - Álit

í Gullöldin fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Það er alltaf hægt að vera saman allt…

Re: Könnun ? - Álit

í Gullöldin fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Let It Be Ég hef bara aldrei náð henni, kannski er ég ekki að hlusta nóg.

Re: dauður hundur!

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Afhverju trúirðu á draumráðningar?

Re: Hljodfaeri.is

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þetta er náungi sem pantar inn hluti í hljóðfæri og setur þau saman á einhverju verkstæði. Fínustu gripir, ég á svona Jazz bassa frá honum, á 20þúsund krónur og alveg þess virði. Þú færð sem þú borgar fyrir alveg pottþétt, færð kannski ekkert mikið meira. Og síðan er náttúrulega endalaust kúl að eiga hljóðfæri með íslensku merki.

Re: Frekar djúpt

í Heimspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Mér finnst þetta nú bara ekkert spes.

Re: rolling stones voru betri en bítlarnir

í Gullöldin fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Heyr Heyr!!!!! Tele sem forseta!!

Re: Samkynhneigð = Sjúkdómur???

í Tilveran fyrir 17 árum, 7 mánuðum
En það sem kirkjan er að gera er að búa til þessa þörf fyrir að láta afhomma sig og síðan uppfylla hana, það er ekkert að því að vera samkynhneigður nema það að kirkjan sjálf býr til vandræða fyrir það fólk og býðst síðan til að laga vandamálið. Svipað eins ég gæfi út bækling þar sem ég talaði um að örfhenta væri sjúkdómur og auglýsti síðan námskeið þar sem ég mundi lækna fólk af örfhentu, gegn gjaldi auðvitað. Það er kirkjan sem komið hefur samkynhneigðum í þá stöðu sem þeir eru í dag,...

Re: Sena - Geisladiskamarkaður

í Gullöldin fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég fór þangað á seinasta mánudag og fann alveg helling, allir Floyd diskarnir voru þarna og meira og meira, gerði alveg glimmrandi kaup, þú ert bara óheppinn. Bob Dylan - Love & Theft - 999kr Bob Dylan - Nashville Skyline - 999kr Bob Dylan - Bob Dylan - 999kr Marvin Gaye - What's Goin On - 999kr Cream - Disreali Gears - 999kr Nick Cave & The Bad Seeds - Murder Ballads - 999kr Booker T. & The MG's - Best Of - 1199kr Peter, Paul & Mary - best of - 999kr Muddy Waters - King Bee - 699kr Aðeins...

Re: Sóló

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Sólóin í Hotel California
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok