Rök bera oft með sér sannleiksgildi, það er alveg rétt. En rökræðukeppnir fúnkera utan sannleikans, fyrir dómara er sannleiksgildi rakanna algerlega ónauðsynlegt. Þú komst ekki með óhrekjanleg rök, lagabókstafurinn er ekki óhrekjanlegur, lög er hægt að fella úr gildi eða breyta. Lög er líka hægt að beygja og brjóta.