Þetta eru góðar pælingar Tónlist er tjáningarmáti, tjáningarmáti sem seint verður vanmetin, það er alveg gríðarlegt hve mikil áhrif hægt er að hafa á fólk í gegnum tónlist. Fyrir mér er tónlist mun öflugri en til dæmis ritlist, þar sem lestur krefst tíma og kunnáttu en það geta allir notið tónlistar, óháð trúarbrögðum, menningu, þjóðerni eða félagsstöðu. Tónlist á sér engin landamæri.