Ömmulagið Amma mín og amma þín tjalda uppi á fjalli. Kveikja eld og kyrja lag með prímusinn í dalli. Viðlag: Talandi um heyvél, heyvél, heyvél, heyvél, bagga og heybindivél. Ooohhh. Talandi um sveitamenningu’ í skátunum skemmti ég mér. Ljósálfur og ylfingur sitja’í kringum eldinn. Skinnið flá af ísbirni og skríða undir feldinn. Viðlag Dróttskáti og dróttskáti skríða oní poka, neðar saman mjaka sér og rennilásnum loka. Viðlag Svannastúlkur seint um kvöld sestar inní tjöldin....