Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi 1979 nr. 10 28. ágúst 18. gr. 1. Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar. Í þessum rétti felst frelsi til þess að hafa eða aðhyllast trú eða skoðun að þeirra vali, og frelsi til þess að láta í ljós trú sína eða játningu, einir sér eða í félagi við aðra, opinberlega eða einslega, með tilbeiðslu, helgihaldi, guðsþjónustu og kennslu. 2. Enginn skal þurfa að sæta þvingun sem mundi hefta frelsi hans til þess að hafa...