Í mínum augum er það kostur að geta sett pci-módem í tölvuna, ræst hana, slegið inn símanúmer og farið svo á netið. Nú tekur eitt stk driver nokkur kb og harðir diskar eru orðnir tugir gb-a og því er ekki með nokkru móti hægt að mótmæla því að windows komi með marga driverum. Þó að þín tölva þurfi ekki að nota þá alla þá hægir það ekki á tölvunni að þeir bara sitji þarna á gígantíska harða disknum þínum.