Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Gung ho?

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Eru menn alveg gjörsamlega ófærir um að skoða bókina sem fylgir leiknum. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta væri, en fannt alveg ljómandi fínar upplýsingar um þetta í þessari umræddu bók

Re: Hvar er....!

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Attribute masking verður lagað í EP3 sem kemur í lok apríl/byrjun maí.

Re: Cm 4 - Nei takk !

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
wúbbi. 2D vélin er hugsanlega skipt niður í svæði. T.d. ef boltinn er hér, þá fara aðdáendur að öskra, ef boltinn er hér þá …. o.s.frv. Svoleiðis finnst mér að ætti að vera hægt að redda þessu rangstöðu dóti. En ég hef auðvitað ekki jafn mikið vit á forritun og þú. En ég er nú samt eila alveg viss um að það sé hægt að bæta þetta mjög mikið.

Re: Micheal Chopra

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Gríðarlegt efni á ferðinni. Samt spurning hvort hann megi spila þennan bikarleik. Vonandi….

Re: Man Utd. vs. Liverpool

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég skil pirring Liverpool manna. Ég hélt nú með þeim í þessum leik en vá, það var bara ekkert gaman að halda með Liverpool. Þarna varð ég Liverpool maður í 90 mín. jæja kannski bara 60 mín. og ég varð gríðarlega pirraður á leikmönnum og húlla. Ég er feginn að halda ekki með þessu liði. Hræðilega voru þeir lélegir. Btw, þetta er held ég bara alveg satt það sem þú segir hérna Jersey

Re: Taka highlights af og patch

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Nú auðvitað CM folderinn. En mig minnir nú samt að þegar þú keyrir patchinn þá eigi hann að finna cm sjálfur …

Re: Enn önnur spurning

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
bara eins og í öllu öðru, ‘Print Screen’ og ferð svo í teikniforrit og gerir ‘Paste’

Re: Taka highlights af og patch

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ertu með löglega útgáfu af leiknum ?? Ef svo er þá er bara að passa að patchið fari í rétta folde

Re: önnur spurning

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þú ert búinn að spyrja að þessu áður já, það er líka búið að svara þessum spurningum báðum áður, allavega þessari. En einfalt svar er við þessari spurningu er ‘Bæði og’? Go Figure.

Re: önnur spurning

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þú ert búinn að spyrja að þessu áður já, það er líka búið að svara þessum spurningum báðum áður, allavega þessari. En einfalt svar er við þessari spurningu er 'Bæði og? Go Figure.

Re: Spurning

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
það er greinilega ekki hægt, ég hef ekki heldur fundið þetta.

Re: patchar ???

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Svar 1. Já, þú þarft að downloada plástri (patch) til þess að laga nokkrar villur. Plásturinn finnur þú á þessari síðu undir downloads. Svo til þess að hafa leikinn sem hraðastann þá virkar að gera eftirfarandi ef þú ert með Windows XP: Fara inn í leikinn og ýta svo á ALT+TAB og þá ertu aftur kominn í Windows, ýta svo á CTRL+ALT+DEL og finna þar cm4.exe, hægri smella á það, velja ‘Set priority’ á ‘High’. Þannig virkar leikurinn sem hraðast. Svar 2. Af hverju er ekki editor, ekki hummind.

Re: Cm 4 - Nei takk !

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
AlAnon. Hvenær og hvenær ekki. Mér finnst nú að þegar dæmd er rangstaða á mann sem er á hinum kantinum hljóti nú að vera hægt að mata tölvuna á réttum upplýsingum. Skil jú?

Re: Heimadómarar!!!!!

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég hef ekki hugmynd um það. Veit ekki einu sinni hvaða atvik þú ert að tala um.

Re: Heimadómarar!!!!!

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Jú, það myndu þeir gera. Eða, þeir ættu að gera það. Þetta var eftir bókinni og ekkert við því að kvarta.

Re: Heimadómarar!!!!!

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ert þú með dómararéttindi ??? Nei, væntanlega ekki. Hérna ert þú að tjá þig um eitthvað sem þú þekkir ekki nægilega vel. Dómarinn á ekkert að pæla í því hvort brotið sé á 1. eða 90. mín. og hann er sko alls ekkert að pæla í því hvort leikurinn verði leiðinlegur ef hann gerir þetta eða hitt. Svo með þetta að dæma á annað liðið en ekki dæma á sama atvik hinu megin á vellinum. Gæti verið að hann hafi séð atvikið nægilega vel til að geta dæmt á það? Mér fannst dómarinn í sjálfu sér standa sig...

Re: Cm 4 - Nei takk !

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Auðvitað geta þeir gert mistök. Það er bara eðlilegt. En, nei, þetta er sko alveg gjörsamlega ekki rangstaða. “Maður sem fær sendingu inn fyrir á vinstri kant og er réttstæður, leikurinn stoppaður og dæmd rangstaða á samherja hans á hægri kantinum.” Samherjinn á hægri kantinum hefur ekki áhrif á leikinn. Soldið lélegt af þeim að hafa ekki reglurnar á hreinu. Ef þú trúir ekki að ég hafi rétt fyrir mér þá geturu kíkt á www.fotbolti.net og skoðað dómarahornið og þar er einmitt nýleg fyrirspurn...

Re: Þögnin

í Rómantík fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Svo þegar hún áttaði sig á því að hún gæti ekki fengið mig (annað kom uppá (eitthvað sem verður ekki rætt hér)) þá lét hún mig ekki í friði …

Re: Þögnin

í Rómantík fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Nei, þú misskilur. Ég reyndi að hringja og senda ‘venjuleg’ SmS en hún svaraði ekki fyrr en ég sendi henni þetta ‘harðorða’ SmS

Re: Cm 4 - Nei takk !

í Manager leikir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Eitt í viðbót sem þarf gjörsamlega að laga. Rangstaðan. Það virðist vera sem þeir hjá SIGames hafi eitthvað klikkað þegar að henni kom. Þ.a.e.s hvenær er rangstaða og hvenær ekki. Eitthvað kann ég nú fyrir mér í rangstöðureglunni og ég verð nú bara að segja að þarna klikkuðu þeir. Maður sem fær sendingu inn fyrir á vinstri kant og er réttstæður, leikurinn stoppaður og dæmd rangstaða á samherja hans á hægri kantinum. Svona er akkurat ekki rangstaða. Svo lent ég í því að Henry var að skalla...

Re: samr. próf

í Skóli fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Og þetta með bækurnar, ég er með alveg fullan kollinn af hugmyndum varðandi þær og hvernig mætti bæta kjör nemenda sem þurfa að kaupa sér bækur tvisvar á ári. Sérstaklega þar sem þessi samræmdu próf gera það að verkum að við þurfum að eiga þau í 4 ár. Reyndar verð ég búinn með skólann þegar að þessu kemur, en mér er bara ekkert sama. Stúdentsprófið er að verða ókeypis með þessum samræmdu prófum. Ég er búinn að pæla í því lengi að senda bréf til menntamálaráðherra varðandi þetta efni (verð á...

Re: Eldra lið í skólum...

í Skóli fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Vissulega að tilgangslaust að pirra sig á hegðun annara, en stundum þá bara springur maður …

Re: samr. próf

í Skóli fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mér finnst líka mjög sjálfsagt að ef ég á að eiga bækurnar mínar í 4 ár (í sumum tilvikum lengur) þá á ég að fá þær gefins. Svo skuldbind ég mig til að skila þeim eftir skólagöngu. Eða ef ríkið ætlar að þráast við að láta okkur borga fyrir þessar alltof dýru bækur, þá EIGUM við að fá að skila þeim, sama hvort það sé verið að kenna þær á næstu önn eða ekki.

Re: Eldra lið í skólum...

í Skóli fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Af hverju virðast allir halda það að ég sé að þóknast foreldrum mínum, það er langt síðan að þau hættu að skipta sér af mér. Ég er að verða 21 … svo ég ræð mér alveg gjörsamlega sjálfur, borga bækurnar mínar, vinn fyrir mér o.s.frv. … svo ég er ekki barn.

Re: Eldra lið í skólum...

í Skóli fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Já, sumt fólk lætur allt fara í taugarnar á sér, er ég ekki að fara í taugarnar á þér með þessari grein?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok