Fyrir nokkrum árum voru svona leikir að slíta barnskónum, og þegar fólk komst að því að meginþorri leikjanna krafðist þess að utanaðkomandi aðilar sýndu þér stuðning í leikjunum í gegnum hina ýmsu hlekkjasmelli, þá byrjaði hálfvitaskapurinn fyrir alvöru. Mér er enn í fersku minni þegar spilendur þessara leikja skráðu sig inná IRC-rásir, DC-höbba, spjallborð, póstlista o.s.frv, til þess eins að geta hórað út hlekkjunum sínum, og það oftast undir fölsku flaggi! Vegna þessarar stórundarlegu...