Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bastich
Bastich Notandi frá fornöld 236 stig

Re: Ísfólks/Margit Sandemo áhugamál?!

í Hugi fyrir 19 árum, 2 mánuðum
En undarleg tilviljun. Ég er einmitt að heyra það að það sé verið að endurútgefa Ísfólkið frá upphafi, og þá sprettur upp þessi umræða hérna á Huga. Áhugasamir geta glaðst yfir því að fyrstu tvær bækurnar verða, að öllum líkindum, komnar út fyrir áramót og það í glænýrri þýðingu, enda var gamla þýðingin barn síns tíma. Undir þeim kringumstæðum finnst mér það vera fásinna að vinsæll bókabálkur upp á 75 bækur fái ekki sitt umræðuhornið hérna á Huga…þrátt fyrir að ég lesi ekki þessar bækur...

Re: Heimskulegar þýðingar (Enn og aftur)

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
[En bókin heitir ekki 'War of the Worlds' heldur 'The Mars Attack', ekki satt?] Hefurðu prófað Google-leitarvélina? Hún svarar svona spurningum mjög vel. (Svarið er nei, v.á.m.) [Einnig tel ég að flestir ameríkanar, svo ég taki dæmi, viti ekkert um þessa bók. Og þar sem trailer'inn gaf ekkert upp, finnst mér athyglivert að gefa upp að marsbúar séu að ráðast á Jörðina.] (stynur) http://members.aol.com/jeff1070/wotw.html Það sem stendur á þessari vefsíðu er engin lygi. Spyrjið foreldra ykkar.

Re: Netvafraleikir.......SNILLD!

í Tölvuleikir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Fyrir nokkrum árum voru svona leikir að slíta barnskónum, og þegar fólk komst að því að meginþorri leikjanna krafðist þess að utanaðkomandi aðilar sýndu þér stuðning í leikjunum í gegnum hina ýmsu hlekkjasmelli, þá byrjaði hálfvitaskapurinn fyrir alvöru. Mér er enn í fersku minni þegar spilendur þessara leikja skráðu sig inná IRC-rásir, DC-höbba, spjallborð, póstlista o.s.frv, til þess eins að geta hórað út hlekkjunum sínum, og það oftast undir fölsku flaggi! Vegna þessarar stórundarlegu...

Re: Hvaða rugl er í gangi? fyrsti hluti af tveim.

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
“Að byggja landnemabyggðir lengst í burtu sem er dýrt…” Hérna er eitt sjónarhorn á þessa flugvallardeilu: Deilan stendur yfir vegna þess að flugvöllurinn tekur upp landsvæði sem tilheyrir póstnúmeri 101 í Reykjavík. Eins og allir vita þá eru fasteignir í póstnúmeri 101 þó nokkuð dýrari heldur en í öðrum nærliggjandi póstnúmerum, og fyrir vikið mun verðmætari heldur en venjuleg fasteign. Og hvað haldið þið svo að 3 herbergja íbúð í Vatnsmýrinni myndi kosta? Mér sýnist ekki betur en að það sé...

Re: Tveir algengustu prestagaldrarnir

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þessi spurning þín mun svara sér sjálf þegar tilvonandi afkvæmi þitt spyr þig einn góðan veðurdag hvað eitthvað útlenskt orð þýðir. Muntu svara króganum á góðri íslensku eða einhverju öðru máli?

Re: Nýr rasismi að byrja?

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég ætlaði nú bara að stinga því inní umræðuna, fyrst ég sá greinarhöfund nefna nornaveiðar sem dæmi um “rasisma”, að eitt þekktasta nornaveiðitímabil sögunnar var á 17.öld í kringum stað sem heitir Salem, en hann er ekki langt frá New York-borg í Bandaríkjunum. Stundum finnst mér eins og Bandaríkin liðist í sundur ef þeir hafi ekki einhvern hóp til að ofsækja, hata, óttast og slátra í tugþúsundavís. Bretar fengu víst nóg af þessum hlutum yfir aldirnar, þannig að nú eru Bandaríkjamenn að...

Re: John Ritter F.17.09.1948 D.11.09.2003

í Gamanþættir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Hér er grein um leikara sem skemmti fólki í meira en 25 ár og það eina sem greinin minnist á eru 2 seinustu þáttaraðirnar sem maðurinn lék í? Mér þykir það dálítið grunnt. Ég get vel skilið að ekkkert sé minnst á Three´s Company þar sem þeir þættir eru eldgamlir (en samt sprenghlægilegir), en hvað með tvær bestu myndirnar hans, Skin Deep og Stay Tuned?

Re: Tveir algengustu prestagaldrarnir

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Extraplanar: Utanheims?

Re: Varðandi verðþak Símanns Internets

í Netið fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég eyddi hálftíma á línunni við þjónustuver Símans (og kynntist öllum gömlu slögurunum frá 8. áratugnum í leiðinni, þökk sé biðtónlistinni) á sunnudaginn og þegar ég loksins náði sambandi fékk ég mjög góð svör við öllum mínum spurningum. Meðal annars spurði ég um akkúrat þennan “áskilda rétt Símans” og mér var tjáð að markið þeirra væri í kringum 65 GB og að Síminn myndi senda viðkomandi notenda viðvörun áður en þeir aðhæfust nokkuð í málinu. Starfsmenn þjónustuvers Símans geta staðfest...

Re: Nei, nú er mér nóg boðið!

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þetta ætti að kenna mér að senda inn greinar á rétt áhugamál, þar sem ég sendi inn greinarpistil með sama umfjöllunarefni á Leikir-áhugamálið fyrr í dag, og hefur hún enn ekki verið samþykkt af stjórnendum…

Re: 902-0000

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég var varla vaknaður þegar ég sá fyrst auglýsinguna um þetta, en um leið og ég hafði gert það náði ég í símann og hringdi í númerið. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Af hverju? Af því að þrátt fyrir það að orðalagið sé ekki fullkomnlega mér að skapi (reyndar neyðast þeir til að breyta orðalaginu ef þeir vilja ekki vera kallaðir hræsnarar af þjóðinni) og þrátt fyrir að það megi þræta um hversu undarleg tímasetningin sé (lesið: seint), þá endurspeglar þessi auglýsing mun betur lýðræðinu í...

Re: Um vanvirðingu landans á íslenskri tungu.

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Takk fyrir ábendinguna. Íslenskan mín drattaðist mikið niður á unglingsárum og ég veit satt að segja ekki hversu mikið af því sem ég skrifa er rétt íslenska. Ég geri mitt besta, en það er alltaf rými til að betrumbæta.

Re: Um vanvirðingu landans á íslenskri tungu.

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Mig grunaði strax og ég las yfir textann minn rétt áður en ég sendi hann inn, að ef einhver hluti hans myndi annaðhvort móðga einhvern persónulega, eða þá vera rangtúlkaður á hinn versta veg, þá væri það þessi textabútur sem þú hefur eftir mér. Sú spá reyndist sönn. Þetta eru ströng orð og það má auðveldlega rangtúlka þau á þann veg að ég sé að setja út á flestalla Hugara. Ég skal viðurkenna fúslega, að það eru til Hugarar sem smellpassa við þína túlkun á textanum. EN með engu móti á ég við...

Re: Um vanvirðingu landans á íslenskri tungu.

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Í öðrum orðum, því fyrr sem allir hugsa eins og haga sér eins, því betra? Að allir tali sama tungumálið er ekki svo slæm hugmynd í sjálfu sér, en ég verð að spyrja að einu: Ef þetta er svona góð hugmynd, af hverju er ekki löngu búið að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd? Nýlegt dæmi um svoleiðis hugsun myndi vera tungumálið Esperanto, sem er ekki bara samsuða úr mörgum tungumálum, heldur er sömuleiðis auðvelt að læra. Veistu um einhvern sem kann þetta bráðsniðuga tungumál? Dæmandi af svari...

Re: Svívirðing!

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Rangt. Hvorki Reykjavíkurlistinn né Sjálfstæðisflokkurinn kann að fara með “opinbera” peninga. Ekki heldur Framsókn. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kann að fara svona vel með peninga, hvers vegna er bókhald flokksins þá svona mikið leyndarmál að enginn megi skoða það?

Re: Band Aid jólalagið GAMLA útgáfan

í Tilveran fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hann er talinn upp sem einn af flytjendum lagsins, en ég hvorki heyri í honum né sé hann í myndbandinu.

Re: Upphaf Alheimsins

í Geimvísindi fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Hvað ertu að bulla maður? Heimurinn er flatur. Hann hvílir á baki fjögurra risastóra fíla, sem standa allir á skel risastórrar skjaldböku sem flýgur um alheiminn. Sólin snýst síðan í kring um allt klabbið. Ef þú ætlar að draga fram Skjaldbökukenninguna, þá skaltu hafa hana rétta í hið minnsta.

Re: Hryðjuverkaþjóðin Palestína

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
“Svo lengi sem Ísrael stendur, verður aldrei friður í heiminum.” Það skiptir engu máli hvaða afstöðu maður tekur til þessa máls, setningin að ofan er samt sönn. Því miður.

Re: Pagoda of the Five Gods (FF7)

í Final Fantasy fyrir 20 árum
Er það mín ágiskun, dæmandi af svörum fólks hérna, að fólk vissi ekki af þessum útúrdúr í leiknum? Þá viljið þið líklegast ekki heyra um kaktusana…

Re: Listi yfir hluti í samfélaginu sem ætti að breita! v1.0

í Deiglan fyrir 20 árum
Þú ert ekki fyrsti einstaklingurinn til að koma með svona hugmyndir, og verður alls ekki sá seinasti. Þessum hugmyndum hefur verið varpað fram áður í mannkynssögunni, og sú einfalda staðreynd að ENGIN þeirra er notuð, hefur verið notuð, eða er á döfinni að verða notuð, ætti að segja þér ýmislegt um raunhæfni þeirra. (Sovétríkin voru með hugmynd ekkert ósvipuðum punkti Nr. 6 hjá þér, en sjáðu bara hvernig það fór.) Þessar breytingar þínar byggjast á þeirri hugmynd að allt líf sé heilagt, og...

Re: Sagan á bakvið Heavy Metal-blaðið

í Myndasögur fyrir 20 árum
Flott grein. Ég á nokkur Heavy Metal-blöð frá miðjum 10. áratugnum og held mikið uppá þau. Ég tel mig mjög heppinn að eiga þar einhversstaðar “Rogue Trooper”-söguna, sem er ein besta myndasaga sem ég hef lesið. Þú segir lítið frá Heavy Metal F.A.K.K 2 (enda segistu ekki hafa séð myndina) sem ég þekki betur sem Heavy Metal 2000. Sú mynd er ein samfelld saga og er best lýst sem fullorðins-útgáfu af Titan A.E, og það kæmi mér ekkert á óvart þótt hún væri sömuleiðis álitin “cult-mynd”. Síðan var...

Re: HE-MAN and the masters of the universe(endurbætt grein)

í Myndasögur fyrir 20 árum
Þú gleymir að taka fram að greinin þín sé byggð á nýju þáttunum um Garp. Sömuleiðis gleymdirðu algjörlega að minnast á Trap Jaw, sem mér fannst svalasti gaurinn af þeim öllum þegar ég var lítill og horfði á gömlu þættina. Og þú ferð yfir svo lítinn part af sögunni sem kominn er fram. Hvar er öll umfjöllun um Snákafólkið, til dæmis? Eða læriföður Skeletors? Eða Roboto?

Re: Mjög erfið og löng gáta!

í Tilveran fyrir 20 árum
Minnir mig óneitanlega á Puzzledonkey-gáturnar. Ég gafst upp á þeim á sínum tíma vegna þess hve þær urðu asnalegri og asnalegri því lengra sem maður komst.

Re: Varðandi tölvuleiki

í Deiglan fyrir 20 árum
Ég er nægilega saltaður í leikjaspilun til að geta nefnt nokkra leiki sem innihalda hóruhús. En til að taka endanlega fyrir þá hugsun að allir leikir sem innihalda hóruhús séu uppfullir af sora og misnoktun á kvenmönnum, þarf ég einungis að nefna einn þeirra, og það er sá leikur þar sem mig minnir að sé lengst dvalið við hóruhúsið (því það er aldrei kíkt inn fyrir dyrnar, en það er leikurinn Discworld.

Re: Sky Captain klippt !

í Kvikmyndir fyrir 20 árum
Snemma á þessu ári skrifaði ég grein hér á Huga sem gagnrýnir hegðun og framkomu kvikmyndahúsa Íslands. Hana er hægt að skoða http://www.hugi.is/kvikmyndir/articles.php?page=view&contentId=1483693 Mér datt í hug að minnast á þá grein fyrst að enn eitt kvikmyndahneykslið skýtur nú upp kollinum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok