Mér er eiginlega alveg sama. Orðinn vanur þessu frá einum vini mínum, maður á bara að tala ensku á móti. Annars finnst mér íslenskan flottara mál heldur en enskan, þ.e. ef maður er að tala svona daglega. Það er samt fullt af gömlum enskum orðum sem eru mjög flott, fer reyndar allt eftir hvernig gaurinn sem er að tala talar. En afhverju læturðu þetta fara svona í taugarnar á þér? Ekkert leiðinlegra en að vera pirraður útaf svona litlum hlutum.