Uppá síðkastið hef ég verið að prófa nýja aðferð þegar ég er í tækjum, þá lyfti ég helmingi meira en ég er vanur 8 sinnum og endurtek það tvisvar, síðan þegar ég er búinn að því þá lækka ég þyngdina niður nokkuð mikið og lyfti síðan eins oft og ég get, þangað til að ég er algjörlega búinn. Er þetta góð aðferð til þess að stækka vöðvana á skemmri tíma en ef ég myndi til dæmis lyfta léttari lóðum 12 sinnum, 3 sett, eða er eitthvað að svona æfingum?