Þetta hljómar voðalega líkt naumhyggjunni, þar er reyndar búið að einfalda listina aðeins meira og hafðir t.d. bara hvítir kassar á svörtum eða gráum bakgrunn eða mismunandi þykkar, ferkantaðar, glerplötur á hvítum vegg… Persónulega finnst mér naumhyggjan leiðinleg en ég heyrði að margir málarar sem aðhylltust þá stefnu hefðu hætt að gera þannig listaverk einmitt af því að þeim fannst það svo leiðinlegt…