Í flestum tilfellum er það ekki málið. Þegar maður horfir á mynd eins og Hostel, þá er það ekki endilega til þess að sjá fólk pyntað, heldur er það sagan á bakvið það o.s.frv. eins og í flestum öðrum kvikmyndum. Hostel er reyndar nokkuð góð, maður hélt að hún snerist algjörlega um pyntingar eins og maður hefur lesið, en það var ekki málið. Það er lagt dálítið mikið í söguþráðinn og sköpun persónanna, svo er líka fullt af nöktum kvenmönnum…