Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Balders
Balders Notandi frá fornöld 36 ára karlmaður
496 stig
Sod-Off Baldrick.

Re: rasismi

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég veit að hann kom að minnsta kosti á einhverskonar frið á milli Crips og Bloods klíkanna, eða svo hef ég lesið, en þessar bækur sem þú segir að hann hafi skrifað, voru ekki nema lítill texti, nokkrar blaðsíður. Persónulega finnst mér að hann hefði ekki átt að vera náðaður frekar en allir hinir fangarnir sem sitja inni fyrir eitthvað svipað, og sumir iðrast ábyggilega gjörða sinna. Ég er á móti dauðarefsingum, en svona eru bara þessi fáránlegu lög í Bandaríkjunum.

Re: rasismi

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ef hann er ekki að grínast, þá er hann djöfulsins fáviti…

Re: rasismi

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þú veist nákvæmlega ekkert um það. Gaurinn myrti saklausa fjölskyldu með haglabyssu, hann var illmenni.

Re: Bandaríkin & Miðausturlönd

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
En heldurðu að hákarl drepi saklaus börn, af því að þau eru saklaus börn, eða af því að hann telur það nauðsynlegt?

Re: Aftökunar Klefi

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Maður er ekkert skárri en gaurinn sjálfur ef maður lætur drepa hann.

Re: Aftökunar Klefi

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Sammála, fáránleg lög.

Re: Aftökunar Klefi

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta á víst að vera einn sársaukaminnsti dauðadagi sem maður getur upplifað.

Re: Franco Columbu

í Heilsa fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég skil.

Re: Pagan Trú

í Dulspeki fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Gewgle.com, meiri lærdómur þar en hérna á huga.

Re: Franco Columbu

í Heilsa fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Var þetta fyrir tíma efnanna sem menn taka í dag?

Re: kreatín

í Heilsa fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hélt þú værir ekki viss… :)

Re: Sí étandi

í Heilsa fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Vissi ekkert að þú byggir með þeim… En geturðu þá ekki beðið þau um að hætta að kaupa kex og þannig? Svelta ekkert á því að borða ekki kökur og nammi sko. Fyrst þú getur ekki stjórnað því sem þú lætur ofan í þig, ætti ekki að vera erfitt að koma í veg fyrir það með því að hætta að kaupa svona mat.

Re: Lucid dream áhugamál

í Hugi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Kallast það ekki “vökudraumur” eða eitthvað á íslensku? Las einhverntíma um lækni sem notfærði sér svona vökudrauma til þess að lækna fólk, er það kannski bara kjaftæði?

Re: SKÁK ER EKKI ÍÞRÓTT!!!!!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Djöfullinn, þú eyðilagðir kenninguna mína…

Re: Sí étandi

í Heilsa fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Prófaðu að tæma skápana af allri óhollustu eins og kexi og þannig, fitnar varla ef þú hefur ekkert til þess að borða.

Re: Eragon / The Eldest

í Bækur fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hvaða orði þá? Goggles eða?

Re: Eragon / The Eldest

í Bækur fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Virðist ekki vera beinlínis frumleg bók samkvæmt þessari grein… og svo finnst mér eins og gaurinn hafi fundið nafnið Eragon upp þegar hann gerði innsláttarvillu í orðinu Dragon. Kannski er það bara ég.

Re: SKÁK ER EKKI ÍÞRÓTT!!!!!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já, og er það það sem skák reynir á? Skák reynir á logic eða rökhugsun. Ég spilaði sjálfur mikið online skotleiki, og taldi það vera íþrótt á sínum tíma, var meira að segja í landsliðinu í einum leik hehe. Skotleikir reyna á það að vinna saman í hópi, viðbrögðin koma bara að sjálfu sér. Þú reynir mikið meira á hugann í skák, og notar mikla orku í það, sem að er nákvæmlega það sama og aðrir íþróttamenn gera þ.e. nota orku í að gera hina ýmsu hluti… Hefurðu nokkurntíma séð feitan skákmann keppa?

Re: Dýr og réttindi þeirra

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þau lifa ekkert endilega kvalarfullu lífi, hérna á Íslandi, að minnsta kosti.

Re: Dýr og réttindi þeirra

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Og líka því færri fæðast… Ef það væri ekki fyrir fólk sem neytir kjöts, væru þessir dýr ekkert endilega til.

Re: Dýr og réttindi þeirra

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það er hollt að vera grænmetisæta ef maður neytir líka þeirra efna sem finnast í kjöti, eflaust hægt að finna þau í pilluformi, en ég veit ekkert um það. Annars ef að þú ætlar að vera grænmetisæta er eins gott að þú hámir í þig grænmeti, því að ef þú borðar ekki mjög mikið af því, þá færðu ekki nógu mikið af þeim næringarefnum sem þú þarft. Þú þarft að borða margfalt meira og eyða meiri tíma í það heldur en fólk sem borðar líka kjöt.

Re: Dýr og réttindi þeirra

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Held að ljón viti nákvæmlega hvað þau eru að gera…

Re: Varðandi teiknikeppni

í Myndlist fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ok. En myndir unnar í photoshop eru alveg jafn mikil list og myndir sem eru unnar í paint. Og afhverju þarf myndefnið að vera tilfinningar, ef maður gerir klippimyndir. Mynd sem er unnin í photoshop þarf ekki að vera eitthvað betri eða flottari heldur en sú sem unnin er í paint. Hvað ertu annars að dæma þegar þú skoðar myndirnar, tæknina eða innihaldið? Eða bara hvað þér finnst fallegast/flottast? Í photoshop, getur maður breytt myndunum á annan hátt heldur en með strokleðri og blýanti, en...

Re: Þarf það að vera endilega vatn?

í Heilsa fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég tók reyndar líka eftir því að húðin mín lagaðist nokkuð eftir að ég byrjaði að drekka meira vatn. Málið er að það er mjög erfitt að drekka meira vatn en líkaminn getur höndlað. Ef maður drekkur hinsvegar 14 lítra eða meira af vatni á dag, þá á maður í hættu að fá vatnseitrun, en annars þá er í lagi að drekka eins mikið af vatni eða vökva og þú vilt yfir daginn, eins lengi og þú heldur því undir 14 lítrum, býst ég við. Merkilegt, finnst mér, að maður geti dáið af því að drekka of mikið...

Re: Dissection - Gay Bashers

í Metall fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég er löngu búinn að missa mitt álit á Dissection og Black Metal yfir höfuð reyndar líka. Á einn disk með þeim, sem mér fannst ágætur á sínum tíma, þegar ég hlustaði á svona tónlist. En svo las ég að þessi frontmaður þarna, hvað sem hann heitir, Nodtveidt eða eitthvað, hræddi alla meðlimina úr hljómsveitinni af því að þeim fannst hann svo viðbjóðslegur, satanisti sem fyrirlítur fólk, sem hinir fíluðu ekki greinilega…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok