Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Balders
Balders Notandi frá fornöld 36 ára karlmaður
496 stig
Sod-Off Baldrick.

Re: of seint að læra?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Byrja flestir ekki yngri? Hugsunin á bak við að vera of seinn var að til þess að verða til dæmis góður teiknari eða málari, þá þarf maður að byrja þegar maður er barn ef maður vill geta eitthvað þegar maður verður eldri. Í þeirri grein, þarf maður áratugi af lærdóm ef að maður vill til dæmis geta málað líkama sem að er algjörlega hlutfallslega réttur…

Re: Eclectus par

í Myndlist fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það finnst mér ekki :p

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þetta er eyðimörk nú þegar.

Re: mayhem

í Metall fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Og Deathcrush eða eitthvað álíka

Re: mayhem

í Metall fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nei, reyndar hef ég ekki heyrt neitt nýtt frá honum. En ég hlustaði einu sinni dálítið á De Mysteriis Dom Sathanas…

Re: mayhem

í Metall fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þarna er ég ósammála þér. Auðvitað getur einn trommari verið færari en hinn, sama hvaða tónlistarstefnu hann fylgir. Kemur tónlistinni sjálfri þannig séð ekkert við.

Re: mayhem

í Metall fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ginger Baker er betri.

Re: Uppáhalds trommuleikararnir mínir

í Músík almennt fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Minn uppáhalds trommari er Ginger Baker.

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Mér sýnist eina leiðin fyrir Ísraela til þess að fá nokkurntíma frið, sú að fara í stríð og ljúka þessu af fyrir fullt og allt. Að minnsta kosti er rétta leiðin ekki sú að sleppa glæpamönnum úr fangelsi, svo mikið er víst.

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hann skrifaði bækur á Latínu um stríðsrekstur. Það er ekki vitað hversu mikið, hver eða hvort einhver borgaði honum.

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hvað veist þú um það?

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Auðvitað ekki. Ég vil sjá frið, kallinn minn.

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
“Ef þú vilt frið, búðu þig undir stríð.” -Vegetius Sættu þig við það.

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þeir gætu til dæmis reist bækistöðvar fjarri almennum borgurum, en hvernig hagnast þeir á því? Engan veginn. Þeir fela sig meðal borgarbúa til þess að þeir verði einnig fyrir barðinu á sprengjum Ísraela og að meðlimum samtakanna sé ruglað saman við almenna borgara til þess að auðveldara sé að búa til áróður gegn Ísraelum með nokkru sem kallast fjölmiðlar.

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ísrael hefur gert árásir á aðrar þjóðir. Og þær árásir voru nær einungis gerðar til að stækka landssvæði sitt. Og þú heldur því fram að Ísrael sé ekki ógn við aðrar þjóðir. Reynsla þessa þjóða segir annað. Ísrael hefur einnig sent dauðasveitir til annara landa með því markmiði að myrða þá sem að þeir vilja myrða. Og það án nokkurs tillits til gangandi vegfarenda. Þú ert algjörlega úti að aka. Það voru ekki Ísraelar sem gerðu árásir á aðrar þjóðir, það var ráðist á þá frá öllum hliðum sem...

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Við erum báðir færir um að tjá okkur um þetta, en mér finnst að fólk ætti aðeins að hugsa um hvernig átökin eiga sér stað, og virkilega pæla í því. Þegar ég segi “bitnar á saklausu fólki”, meina ég að spjótunum sé beint að þeim, frekar en til dæmis ríkinu eða hernaðarlega mikilvægum markmiðum. Auðvitað bitnar hernaður á öllum í því landi sem hann er háður, en það er ekki þar með sagt að markmið allra þjóða sem að há stríð sé að eyða hinum aðilanum, frekar en að lama hann hernaðarlega eða...

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ekkert jafnfáránlegt og þegar fólk eins og þú, Íslendingur sem lifir í einu verndaðasta samfélagi nútímans, réttlætir hryðjuverkastarfsemi með því að segja að þetta sé nú bara ósköp venjulegur hernaður, verst að það bitnar nánast eingöngu á saklausu fólki, jafnvel þeirra eigin. Reyndu að gera þér grein fyrir því.

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Afsakið, upprunalega átti Palestína að vera sjálfstætt ríki, en því var úthlutað til Jórdana og Egypta í kjölfarið á þessu stríði, eftir að Ísraelar höfðu tekið yfir um það bil 50% af landsvæðinu þar sem að palestína átti að vera.

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Gleymdu því ekki að allur arabaheimurinn, þar á meðal Líbanir, réðist á Ísrael þegar það fékk sjálfstæði frá Bretum og það landsvæði sem er kallað Palestína var úthlutað til Egyptalands og Jórdaníu á meðan Jerúsalem átti að vera borg undir stjórn sameinuðu þjóðanna. Auðvitað sættu arabarnir sig ekki við það að þeir fengju ekki að hafa Jerúsalem og að gyðingarnir á svæðinu fengju sitt eigið land yfir höfuð, en það var gert til þess að reyna að minnka ofbeldi milli múslima og gyðinga á...

Re: Er fréttadeild RUV Íslandsdeild Aljazeera ?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Enginn her? Hersveitir þeirra skáka auðveldlega her Líbanons í heild sinni.

Re: Busted

í Myndlist fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Þegar maður er hræddur, fer adrenalínið af stað. Dópamín er allt annar hlutur en kannski fer það í gang á meðan þú ert að krota á vegginn, ef þér finnst það veita þér einhverja lífsfyllingu.

Re: Deila Ísraels og Líbanon

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ísraelar gera þó allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hafa dauðsföll almennra borgara sem fæst, á meðan Líbanir varpa sprengjum einungis í þeim tilgangi að drepa saklaust fólk.

Re: Deila Ísraels og Líbanon

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Eru ekki öll stríð fjöldamorð? Annars þá er svarið við þessari spurningu þinni það, að þessir Ísraelar láta ekki vaða yfir sig. Ég er ekkert að réttlæta árásir þeirra frekar en Líbana, en það er vitað mál að Ísraelar fara út í öfgar, eins og mörg nágrannaríki þeirra, og fólk verður að sætta sig við það áður en það leyfir hernaðarsamtökum á borð við Hezbollah að nota eldflaugaskotpalla sína til að varpa sprengjum á þá.

Re: Ég

í Myndlist fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég er ekki viss um að það sé hrós :p

Re: Ísrael/Líbanon/Indland

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það voru ekkert “einhverjir hryðjuverkamenn”, það voru samtök viðurkennd af Líbönsku ríkisstjórninni sem að njóta stuðnings mörgþúsund manns í Líbanon og hafa m.a. fulltrúa í ríkisstjórn landsins.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok