Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Netkaup - viðvörun um DDD (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Lengi hafa þeir sem hafa ekki haft sig út í það að kaupa af netinu leitað ráða hér hjá þeim sem eru vanir, aftur á móti ætla ég að vara við ákveðinni netbúð. 20. Janúar pantaðí ég mér fjórar myndir frá DeepDiscountDVD sem hafa ávallt verið þekktir fyrir góð verð og yfirleitt góða þjónustu. Ekkert gerist í viku en loks 28. Janúar er pakkinn sendur á leið til mín. Ég hef aldrei lent í því að þurfa að bíða í viku eftir að verslun kemur pakka út úr vöruhúsinu þegar allir diskarnir eru ‘In...

Gleðileg Jól (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Stjórnendur Kvikmyndaáhugamálsins óska öllum huga notendum, jafnt sem kvikmyndaáhugamönnum alls staðar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir samstarfið og vonum að næsta ár verði jafn áhugasamt og skemmtilegt í kvikmyndaheiminum og þetta. Kveðja, Azmodan & sigzi

Cheech & Chong's The Corsican Brothers (1984) (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Leikstjóri: Tommy Chong. Handrit: Tommy Chong & Cheech Marin. Leikarar: Tommy Chong, Cheech Marin, Roy Dotrice, Shelby Chong, Ricky Marin, Robbi Chong & Rae Dawn Chong. Cheech & Chong eru nú orðnir vel þekktir fyrir vitleysu og asnarskap í myndum sínum og hafa unnið sér til frægðar í þeim geira með myndum eins og Up In Smoke(1978), Nice Dreams (1981) og Still Smokin’(1983). Flestir muna eftir Cheech Marin sem hefur komið mun meira fram uppá síðkastið heldur en Tommy Chong. Cheech hefur m.a....

Yfirlýsing varðandi SBS málið (137 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Yfirlýsing varðandi SBS málið, Azmodan & Sigzi stjórnendur Kvikmyndir áhugamálsins. Nú er svo komið að SBS, stjórnandi Kvikmyndir hefur verið vikið úr starfi fyrir ritstuld. Margir hugarar eru ósáttir við þessi málagjöld en viljum við benda á það að SBS var stjórnandi og umsjónarmaður Kvikmyndir, þar með var hann talsmaður hugi.is á þessu áhugamáli ásamt Azmodan og Sigzi. Það að misnota stöðu sína, takandi lof fyrir greinar sínar og láta það svo komast upp að þær voru meira og minna stolnar...

Hryllingsmyndaúrval á Íslandi (17 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nú var ég að ljúka við að fletta í gegnum Myndbönd Mánaðarins blaðið, ekki neitt merkilegt við það nema ég rekst þar á þrjár myndir sem stungu mig í augun. Í fyrsta lagi var það Ring/Ringu (1998) svo Dagon (2001) og síðast en ekki síst Battle Royale (2000). Það er bara ein útskýring á því að allt í einu koma þrjár hryllingsmyndir út hér í einum mánuði, og jú það er endurgerðin á Ring. Mér þykir þetta heldur skammarlegt að koma með þessar myndir loksins núna bara af því að The Ring mun...

Hvers vegna að panta af netinu? (32 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég hef nú, oftar en einu sinni, verið beðinn um að skrifa grein um það hversu hagstætt það sé að panta DVD mynddiska af netinu. Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því hvað DVD er virkilega dýrt hér á landi og hversu auðvelt og þæginlegt það er að panta þær myndir sem eru of dýrar og/eða ófáanlegar á Íslandi. Það er ekki nema að það sé eitthvað sérstakt þegar ég skelli mér í raftækjaverslun og skelli mér á DVD disk því satt að segja á ég ekki efni á því að sjá dellu minni fyrir...

Gleðileg jól (9 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Vonum að borðaspilunin verði meiri en nokkurn tíman á árinu sem er að koma. Azmodan, oatmeal og Vectro.

DoublePlay sýning Regnbogans 20. des (22 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Föstudagskvöldið 20. skellti ég mér í þriðja skiptið á The Two Towers og varð fyrir mikklum vonbrigðum, bara benda á það strax að ég ætla ekki að fjalla um myndina sjálfa heldur öllu heldur vanvirðingu Íslendinga á myndunum/verkunum. Ég mætti með félaga halftima áður en sýning hófst og var þá löngu búið að hleypa inn en við fengum þó ágætis sæti og allt í góðu með það. Það er ný búið að “uppfæra” Regnbogann gífurlega til þess að standast samkeppni hina bíóana. Þetta hefur ekki alveg tekist...

[WHFB] Mót 11. janúar (99% víst...) (13 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þar sem Hugi ákvað enn einu sinni að týna greininni minni þarf ég að pikka þetta inn aftur… ATH! þessi grein er ekki eftir stjórnandan Azmodan heldur er höfundur Brjánn og skal því beina öllum spurningum að honum. Allavega, það er sem sagt komið á hreint að næsta Warhammer Fantasy mót verður haldið laugardaginn 11. janúar. Það eina sem gæti breytt því er ef eitthvað ljótt magic the gathering mót verður þann dag, þá frestast fantasy mótið fram á sunnudaginn 12. jan. Kemur í ljós milli jóla og...

Vandamál við Kvikmyndagerð (6 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þannig er mál með vexti að ég er að fara að ráðast í svolítið stórt verkefni núna um jólin(og líklegast eitthvað frameftir) og mig vantaði smá upplýsingar. Ég hef ekki gert “mynd” í nokkur ár og er að koma aftur inn í þetta með handriti sem er búið að vera í vinnslu núna í u.þ.b. ár, og er komið í glæsilegar sextíu blaðsíður og þá eru engin smáatriði í því. Mig vantaði fyrst og fremst upplýsingar um talsetningu, málið er það að ég hef komist að því að flestir amateur kvikmyndagerðamenn...

The Amityville Horror (1979) (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Þessi mynd hefur nú fengið svakalega umfjöllun í gegnum tíðina, reyndar hef ég aldrei áttað mig á af hverju. Ég sá hana fyrst þegar ég var lítill og hún skildi ekkert eftir. Svo var eitthvað fífl sem minnti mig á hana, “hræðilegasta mynd sem ég hef séð”. Ég tók mark á þessu og keypti hana, spenntur því að ég var viss um að hérna væri ég kominn í feitt. Ekki skil ég hvað fólki finnst svona hrikalegt við þessa mynd, það tók mig alls þrjá daga að horfa á hana því að ég hafði í rauninni engan...

Rose Red (2002) (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Leikstjóri: Craig R. Baxley. Leikarar: Nancy Travis, Matt Keeslar, Kimberly J. Brown, Melanie Lynksey…etc. Special FX: Dave Dupuis…etc. Í gegnum tíðina hafa “sjónvarpsmyndir” Stephen King’s verið þær bestu sem komið út hafa eftir bókum hans, þar má m.a. nefna IT, Salem’s Lot, Storm of The Century og The Stand. Það sem aðgreinir þessar myndir frá öðrum er það að þær eru yfirleitt óhemju langar og þú þekkir alltaf klippinguna, það er gert ráð fyrir auglýsingahléum. Maður venst þessum...

The Legend of Hell House (1973) (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Leikstjóri: John Hough. Leikarar: Pamela Franklin, Roddy McDowall, Clive Revill, Gayle Hunnicutt…etc. “…Haunted House” myndirnar hafa nú verið ófáar í gegnum tíðina og hefur því miður farið of lítið fyirir þeim, þeir sem eru lítið fyrir þannig myndir ættu að hætta að lesa núna því ég mun líklegast fjalla einungis um þannig myndir næstu mánuð(hahahahah). En allaveganna þá hefur þessi mynd nú orðspor, hversu stórt sem það er veit ég nú ekki en fyrir hryllingsmyndakall eins og mig þá hefur...

Til Sölu! Orcs & Goblins [WHFB] (17 álit)

í Borðaspil fyrir 22 árum
Ég ætla að selja eitthvað af Orc & Goblin hernum mínum. Hægt er að komast að niðurstöðu um verð en þó er þetta allt módel sem ekki eru lengur í opinberi sölu. CHARACTERS: 1x Orc Shaman on Boar 1x Savage Orc Shaman(hægt að nota sem venjulegan Shaman) Gorfang Rotgut(hægt að nota sem Orc Big Boss eða Boss) + það er hægt að nota mikið af venjulegu módelunum sem characters, hef alltaf gert það. CORE: 41x gömlu plast Goblins með spear(hægt að nota sem Night Goblins). 60x gömlu plast Night Goblins...

Army Builder (8 álit)

í Borðaspil fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ætla rétt að vona að þetta hljómi ekki eins og auglýsing en samt… Ætla að fjalla aðeins um bjargvætt minn, Army Builder. Það var sá tími hérna þegar 5th edition var enn að maður gat bara krotað herinn sinn á blað eða prentað hann út án nokkurra erfiðleika, núna aftur á móti þegar 6ht edition kom út fannst mér þetta orðið allt of mikið vesen og ákvað að frjárfesta í Army Builder sem ég hafði orðið var við á mótum. Það má kalla mig latann að nenna ekki að krota þetta á blað en það er ekki það...

Úrslit ú Warhammer Fantasy Mótinu 27. okt (10 álit)

í Borðaspil fyrir 22 árum, 1 mánuði
Svona eru nú órslitin ú þessu fyrsta móti sem Broðaspil áhugamálið er með í. 1. Þórarinn CHAOS 2. Brjánn ORCS & GOBLINS 3. Stefán EMPIRE 4. Gunni T. DWARFS 5. Árni V. HIGH ELVES 6. Kristleifur EMPIRE 7. Össur LIZARDMENN 8. Atli F. VAMPIRE COUNTS (spilaði 3 leiki en ekki 4) 9. Helgi EMPIRE 10. Baldvin ORCS & GOBLINS 11. Nikulás HIGH ELVES (spilaði 3 leiki en ekki 4) 12. Þórir DARK ELVES 13. Brynjólfur BRETONNIA Fremur góð mæting miðað við hvernig verið hefur undanfarið og megið þið búast við...

Á döfinni í Warhammer Fantasy 6th (1 álit)

í Borðaspil fyrir 22 árum, 1 mánuði
Jæja ég vill byrja á því að þakka vefstjóra fyrir að hafa slegið þessu áhugamáli upp á svo stuttum tíma. Nú þegar Hordes of Chaos er komin út spyrja margir sig hvað er næst? Nú var að koma út nýr Annual og White Dwarf og ætti það að svala þorsta okkar í bili. En eins og allir vita þá eru Tomb Kings og Beasts of Chaos á leiðinni. Tomb Kings er já auðvitað restin af gamla Undead armylistanum sem að ég sakna svo sárt. Með fyrstu herjunum sem komu í 6th Edition var Vampire Counts og þá vissi...

Manhunter (1986) (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Leikstjóri: Michael Mann. Leikarar: William L. Petersen, Brian Cox, Kim Greist…etc. Nú er farið að líða að því að Red Dragon verði sýnd hér á landi og eflaust bíða margir spenntir eftir henni. Í telefni af því kíkti ég á Manhunter sem er jú, byggð á bókinni Red Dragon… eins og myndin Red Dragon… já. Fattaði nú ekki alveg hvað væri verið að meina með því að gera aðra mynd um þessa bók fyrr en ég horfði á Manhunter… búið ykkur undir að sofna. Graham er FBI kall nokkur sem er fenginn til að...

Ring 0: Birthday (2000) (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Leikstjóri: Norio Tsuruta. Leikarar: Yukie Nakama, Seiichi Tanabe, Kumiko Aso…etc. Special FX: ???? Tveimur árum eftir Ring og Ring 2 kemur þriðja framhaldadið sem er eiginleg prequel fremur en sequel. Nú er komið allt annað lið sem er að vinna að þessu heldur en í Ring og Ring 2, maður veit nú ekki hvort það er gott eða slæmt… Þegar verið er að gera framhöld af meistarastykki eins og Ring þarf að fara virkilega varlega, minnstu mistök geta rústað myndinni. Eða gert það að verkum að maður...

Ring 2 (1998) (11 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 1 mánuði
Leikstjóri: Hideo Nakata. Leikarar: Miki Nakatani, Hitomi Sato, Kyôko Fukada…etc. Special FX: Yuuichi Matsui. Það leið nú ekki langt á milli þess að Ring kom út og að framhaldið, Ring 2 leit dagsnins ljós… þ.e. sama ár. The Ring er að mati margra ein besta hryllingsmynd sem til er… það má nú deila um það. Það fer þó enginn að segja mér það að þetta sé léleg mynd. Það er eitt atriði sem hafa skal í huga þegar horft er á hana, þú munt aldrei sjá hana með sömu augum, þ.e.a.s. eftir fyrsta...

Blade 2 (2002) (21 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Leikstjóri: Guillermo del Toro. Leikarar: Wesley Snipes, Kris Kristofferson, Leonor Varela…etc. Special FX: Steve Johnson (IV). Árið 1998 kom út skemmtilega öðruvísi mynd í vampíruheiminn, Blade. Hún fór dálítið öðruvísi leið en aðrar myndir í sama flokki og má segja að hún hafi breytt aðeins stefnunni. Wesley Snipes mannaði þessa mynd ásamt snillingnum Kris Kristofferson, en ég hef nú aldrei verið hrifin af Snipes. Það má í raun og veru segja að þessi mynd hafi frekar verið...

Battle Royale (2000) (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Leikstjóri: Kinji Fukasaku. Leikarar: Tatsuya Fujiwara, Aki Maeda, Taro Yamamoto. Eins og ég sagði í síðustu grein um Belphégor þá eru Frakkar komnir með eitthvað hryllingsmyndaæði… það kemur þessari mynd svosem ekkert við því hún er japönsk. Nema hvað að þeir eru líka búnir að vera duglegir í þessum bransa. T.d. The Ring(1998) og það sem fygldi henni, The Ring 2(1998) og The Ring 0(2000). Félagar mínir sögðu mér frá þessari mynd um árið og ætlaði ég mér alltaf að ná í hana en það fór...

Belphégor, The Phantom of The Louvre (2001) (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Leikstjóri: Jean-Paul Salomé. Leikarar: Sophie Marceau, Michel Serrault, Frédéric Diefenthal…etc. Special FX: Alain Carsoux, Nurith Barkan. Það mætti halda að Frakkar væru komnir með eitthvað hryllingsmyndaæði núna allt í einu. Ekki er ég enn búinn að gera upp hug minn um það hvort það er af hinu slæma eða góða. The Brotherhood of The Wolf kom út sama ári og Belphégor. Það stendur reyndar líka á hlustri myndarinnar að þetta sé eftir sömu framleiðendur, en mér mistókst að finna nokkurn mann...

Thirteen Ghosts (2001) (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Leikstjóri: Steve Beck. Leikarar: Tony Shalhoub, Matthew Lillard, Shannon Elizabeth…etc. Special FX: Howard Berger…etc. Dark Castle, sem stofnað var til að endurgera hryllingsmyndir eftir snillinginn William Castle eru hér komnir með endurgerð af 13 Ghosts eða Thirteen Ghosts. Þegar myndin kom fyrst út árið 1960 fékk fólk 3D gleraugu til að sjá draugana, þetta var það sem William Castle vildi upplifa. Til að sjá draugana þarftu að setja upp gleraugun sem voru kölluð “Illusion-O!”. Í nýju...

Long Time Dead (2002) (14 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Leikstjóri: Marcus Adams. Leikarar: Joe Absolom, Lara Belmont, Lukas Haas…etc. Special FX: Dave Brown…etc. Það kemur stundum fyrir að ég spyr sjálfan mig; “af hverju í andsk. er ég að þessu?” þegar ég er að horfa á hryllingsmynd. Eins og við vitum öll þá eiga hryllingsmyndir sína slæmu daga eins og allar aðrar myndir, en þær virðast alltaf vera fleiri í hryllingnum. Þessi kvikmynd er hryllingur í allri sinni mynd. Nokkrir vinir koma saman, ákveða að fara í andarglas og vekja upp djöful frá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok