Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: ég er afi minn!!!!!!

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
það er ekki eins og tengdasonurinn hafi beinlínis bara riðið henni. Það var notað egg úr dóttur hennar, og það frjóvgað.

Re: In the land of the rich and home of the slaves !

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
“The Bible was written by the same people that said the earth was flat,” sá ég ritað einhversstaðar..

Re: Skipta ekki máli

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Nei.. Börnin ættu helst ekki að vera spurð útí svona lagað, þótt gott sé að þau séu sátt við hlutskipti og flutninga. Hefur þú pælt í því afhverju þið eruð að flytja? Fólk pakkar ekki föggum sínum bara uppúr þurru einn daginn og ákveður að flytja eitthvert annað. Foreldrar þínir hafa líka sínar rætur sem þeir eru ef til vill nauðugir að rífa upp. Måske eru þau að flytja vegna þess að það eru betri atvinnumöguleikar á hinum staðnum, betra húsnæði eða betri kjör. Ekki gleyma því að mamma þín...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
“sorglegt að þú haldir að þú hafir verið þarna til að sýna föt. það var pottþétt ekki það sem haldararnir höfðu í huga.” Var hún að sýna á sér sköpin? Bíddu, varst þú fullklædd þegar þú komst í þennan heim, eða varstu á evuklæðunum? Ég sé ekkert smánarlegt við nakinn mannslíkama, og þess vegna get ég ekki séð neitt smánarlegt við það að vera í undirfötum. “En það er rétt, þú verður að gera upp við þig þitt gildismat og ef þú heldur að koma fram fáklædd á svona kvöldum sé einhver toppur, well...

Re: Korn á leiðinni til andsins...vuppí :(

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þótt að ég fíli korn ekkert alveg gífurlega mikið, þá held ég að það sé bara verið að höfða til alls fólks. Fólk hefur mismunandi tónlistarsmekk.

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Maður þarf heldur ekki eldaflaugafræðing til þess að sjá það að 16 og 17 ára stúlkur eru að verða fullorðnar, og kominn tími til þess að þær fái smjörþefinn af því sem við köllum lífið. Hvort sem það eru undirföt, playboykvöld, eða fullir karlar, þá er þetta allt saman partur af lífinu; og væri ekkert nema heimska að reyna að loka augunum fyrir því. Foreldrar mínir spurðu mig alltaf fyrst ef það var eitthvað mál sem varðaði mig, þegar ég var orðin 15 ára, og er ég mjög ánægð með það uppeldi...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Auðvitað þurfa börn að fá leiðsögn og vernd. En geymir þú börnin þín í hundaól?

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég held að það sé ekki málið hvaða drauma foreldrar hafa um börnin sín, heldur hvað börnunum langar að gera við lífið sitt.

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég er ekki að fatta þessa atburðarás sem þú ert að tala um. Þótt að þessar stelpur hafi tekið þátt í undirfatasýningu, þýðir ekki að það sé neitt fyrir alla. Og ég veit ekki hvort þú hafir tekið eftir því, en það er oft búið að minnast á það hérna og þetta er eitthvað sem allir ættu að vita, að það er sama þótt krakkar séu 14, 7 eða 18, þá hafa þeir svokallaða heilbrigða skynsemi. 7 ára barn veit að það ætti ekki að setja hendina á heita helluna, því það hefur brennt sig á henni áður. 16 ára...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég er nú bara jafntreg og þú á því leiti, að ég vík ekki af mínum skoðunum. Hef ég ekki rétt til þess rétt eins og aðrir?

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Er ég treg já? Ég hef nú bara ekkert verið að tala um “almennt”. Ég er að tala um aumingjaskap í sumu fólki hérna, sem hefur tekið sér það bessaleyfi að rakka niður þessar stúlkur; Þegar rökin hafa runnið út hjá sumum, hafa þeir ráðist á mannorð þeirra.

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Sumt fólk virðist bara sjá allt slæmt í öllu sem viðkemur þessu máli, sem er gott og blessað mín vegna; svo lengi sem þetta fólk er ekki að tala niður á þessar stelpur. Það er misjafnt fyrir hvern og einn hvað lætur þá líða vel. Sumir eru einfaldir á þann hátt að einungis þurfi súkkulaði stykki, og þá er hann sáttur. Eftir því sem ég best veit þá eru þessar stúlkur hinar allhressustu og ánægðar með það að hafa tekið þátt í þessum sýningum. Og eigið þið eitthvað sökótt við þær vegna þess? Ég...

Re: Slipknot vanmetnir!

í Metall fyrir 20 árum, 9 mánuðum
HAAAAAAAAAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHHA! … .. Já NEI! Í fyllstu alvöru, þá held ég að þessi grein hafi aðeins verið samþykkt fyrir fáránleika hennar :) Sá sem samþykkti hana er stjórnandi með húmor! Veistu, ég hef ekki guðmund um hvað þú ert gamall, en samt dettur mér helst í hug að þú getir ekki verið miki eldri en 14 ef þú ert enn að hlusta á þetta :) Ég hlustaði á Slipknot þegar ég var í 8. bekk, og var ekki lengi að ‘vaxa’ upp úr henni. Trommuleikarinn er jú góður, en ég held að þú farir með...

Re: foreldrar

í Tilveran fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Foreldrar þínir hafa engan rétt til þess, myndi ég halda. Á þessum aldri ræður þú sjálfur hvort þú farir í skóla eða ferð að vinna, og átt að fá að ráða því sjálfur í hvaða skóla þú ferð. Foreldrar mega aðeins neyða mann til að fara í grunnskóla, og ‘ráða’ í hvaða skóla þú ferð á þeim aldri, enda ertu skólaskyldur… En annað mál gildir um framhaldsskólann, þar sem þú hefur fullt ráð sjálfur.

Re: Ekkert smá ógnvekjandi... =o(

í Dulspeki fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Kom nokkrum sinnum fyrir mig eftir að ég flutti í íbúðina sem ég er í núna. Lá ég uppí rúmi bara að hugsa, var ekki sofandi, því að umhvefið var raunverulegt (sem það er aldrei í draumum hjá mér), ég gat ekki hreyft mig, talað, eða gert neitt, og svo stökk eitthvað uppí rúmið hjá mér sem ég sá aldrei. Svo fór það þegar ég fór að einbeita mér að því að hreyfa mig. Kom fyrir 2svar eða 3svar.

Re: 24 á stöð 2.....

í Tilveran fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég er nú reyndar ekki með sjónvarp, þannig að ég get ekki fylgst með þessu. En ég verð að segja að stöð tvö hefur alltaf verið með einhverja sérvitringa í höfuðstól :P Allir góðu þættirnir seint, vinsælasta fólkið rekið.. og þar fram eftir götum..

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Krakkar eru nú orðnir ‘lögríða’ þegar þeir eru orðnir 14 ára. Þeir mega semsagt stunda kynlíf, en alls ekki vera naktir við athæfið? Og ekkert erótískt má vera? Eins og ég var búin að benda á með sundlaugar. Eiga stelpurnar sem yngri eru finna sér felustað til að fara í sundfötin eða einfaldlega klæðast alfatnaði þegar þær fara í laugina, svo að fullorðnu konurnar hneykslist ekki á nekt grunnskólabarna? Þar sem krakkar mega stunda kynlíf uppúr 14 ára aldrinum, þá held ég að undirföt séu ekki...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þessar stelpur eru greinilega búnar að átta sig á fegurð líkama mannverunnar og fegurð líkama sinna. Er það rangt af þeim að vilja sýna líkama sinn? Eiga þær að skammast sín fyrir að hafa fæðst í þennan heim og þroskast eins og þær hafa, gerast múslímar og fela sig bakvið slæður og sloppa? Eiga þær måske að hætta að stunda sundlaugar? Þær eru jú hálfnaktar, sumar hverjar í bikini… Gamlir ‘ógeðslegir’ karlar stunda sundlaugar líka. “fullorðið fólk má gera það sem það sýnist fyrir mér, eða...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 10 mánuðum
jájá, 16 ára stelpur eru jafnmikil börn og þær voru fyrir 10 árum. Og nöldurkerlingar sem gera allt að sínu máli eru ennþá jafn óþolandi og fyrir 60 árum. Hvað finnst þér svona ógeðslegt við mannslíkamann? Finnst þér nýfætt barn vera ógeðslegt einungis vegna þess að það fæddist nakið? Ég sá ekki betur á þessum myndum sem teknar voru á þessu kvöldi, að stúlkurnar hefðu hreint bara gaman af þessu. Og “ógeðslegu fullu kallarnir” þarna voru meira en minna strákar sem voru á svipuðum aldri og...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég sé bara ekkert kynferðislegt við kanínueyru.. Hefðu þær verið með svínsnef, hefðir þú þá tengt það við svínslegt eðli sumra “fullra ógeðslegra karlmanna” í kynlífinu?

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þú gerir þetta enn verra í hausnum á þér en það er í raun og veru. Mig langar til að leiðrétta eitt hjá þér að ‘stripp’ þýðir að fækka fötum FYRIR FRAMAN ÁHORFENDUR, og ég veit ekki til að neitt slíkt hafi farið fram. Þær voru fáklæddar enda leikurinn til þess gerður, enda undirfatasýning. Heldur finndist mér nú skrítið ef að stelpurnar færu nú fullklæddar á sviðið með undirfötin yfir hinum fötunum sínum. Ég geri líka fastlega ráð fyrir því að þessar stelpur hafa klætt sig að sýningu lokinni.

Re: Mismunandi þarfir kynjanna

í Tilveran fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ok.. semsagt.. ég er ekki ekta því að ég vill ekki ávexti og músli, vera 5kg léttari (þar sem mér er alveg sama), og vill algjörlega EKKI hlusta á friggn' Kenny G, ekki fara í líkamsrækt eða fót/andlits/blablawhatever snyrtingu, fara á kaffihús með vinkonum sem vilja fara með mér á klósettið, eða í sjálfselsku minni vera ánægð yfir misfortunes fyrrverandi kærustu kærastans míns, vill ekki versla það sem það er hundleiðinlegt, ljúga að sjálfri mér að öll heimild á kortinu sé frí og það verði...

Re: Stúlkur undir lögaldri sýndu undirföt...

í Deiglan fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Mér finnst þetta auðvitað ekki réttlætanlegt, en stelpurnar voru nú ekki að strippa. Þetta var undirfatasýning og ég stórefa að foreldrarnir myndu leyfa dætrum sínum að vera módel á svona sýningum ef þær ættu að fækka fötum á sviðinu. Og hver segir að þetta hafi allt saman verið fullir slefandi karlar? Framkvæmdastjóri staðarins hafði bæði samþykki stúlknanna og foreldra, þannig að ég get ekki séð hvað er svona rangt við þetta. Meina svona sýningar hafa oftar en ekki góð áhrif á stúlkur og...

Re: Er ekki í lagi?!?!

í Rómantík fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Það er alveg sama um hvað maður skrifar, hvernig greininni er háttað.. fólk virðist fá eitthvað útúr því að vera með skítkast. Er á móti hlutum bara afþví að það _getur_ það

Re: Nýtt áhugamál?

í Hugi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég hef engan áhuga á dansi, en persónulega finnst mér hann áhugaverðari en fótbolti, hvort sem hann er enskur, íslenskur, ítalskur, þýskur eða whatever. Styð þig alveg í þessu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok