Það er talað um að hann hafi skapað okkur í sinni mynd já, en ekki á líkama. Hann gaf okkur frjálsan vilja, og frelsið til að velja á milli góðs og ills. Þegar það er talað um að hann hafi skapað okkur í sinni mynd er talað um kærleikinn til náungans, heiðarleika, umburðarlyndi, örlæti, óeigingirni; og bara allt það góða sem maðurinn getur alið í sér. En með þessum frjálsa vilja kom freisting og sjálfselska, sem á að gera okkur þetta erfitt.