Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: verst

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Nei. Heiti ekki Melkorka.

Re: verst

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
1. Fólk. 2. Pirrandi fólk. 3. Grunnhyggið fólk. 4. Fyllibyttur sem hafa ekkert betra að gera nema að trufla þig við vinnu, og heldur að þau séu bara skemmtileg með því að trufla þig endrum og eins í gegnum alla vaktina. 5. Að það taki stundum 2-3 klst að komast útúr rúminu vegna mikilla verkja. 6. Lystarleysi vegna flensu (mathákur) 7. Ógleði. 8. Tannpína. 9. Fífl í WoW (s.s. 90% spilara) 10. Að vakna eldsnemma morguns og þurfa að byrja á því að taka fram rótsterk og heilasefjandi...

Re: Skrifið nafnið mitt rétt !

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Amm. Kannast við að fólk kunni hvorki að skrifa né segja nöfn rétt. Fólk er að lesa “Axelma” og fær oftast út úr því “Alexandra” eða “Axellína”… Frekar pirrandi. Og með borgarann. Ef þú pantar ostborgara, þá færðu borgara með osti. Ef þú pantar venjulegan borgara, með bacon kannski, þá færðu ost, og helling af grænmeti. Ef þú biður sérstaklega um að þú fáir ekki ost, þá bæta þeir grænmetinu. :P

Re: Narcissism mania '07. Hvernig líta hugarar út?

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Uh takk… Held ég.

Re: Narcissism mania '07. Hvernig líta hugarar út?

í Tilveran fyrir 17 árum, 4 mánuðum
http://i100.photobucket.com/albums/m37/Axelma/Picture49.jpg Svolítið gömul mynd.. en samt ein af þeim betri sem til eru af mér.

Re: er ekki að fatta

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég veit. Ég er svo falleg. *hendir hárinu aftur og setur upp svipinn*

Re: er ekki að fatta

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég hef alltaf verið með ljósskolleitt hár þangað til ég litaði það fyrst á unglingsárunum. Eftir það var það dökkskolleitt. Ég hef líka lent í því að skol festist í hárinu á mér. Gaf mér rauðan blæ í nokkur ár á eftir. :(

Re: er ekki að fatta

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Tjah, mögulega vill hún ekki tattoo þar sem henni er leyft það, en vill fá göt og háralit þar sem hún má það ekki. ^^

Re: Afbrýðissemi

í Rómantík fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég er svona líka. Ég er alveg rosalega afbrýðisöm. En það þýðir bara ekkert að halda í þetta, ef maður er með einhver leiðindi þá endar þetta bara illa. Þú verður bara að gefa honum smá tíma og rúm til að horfa í kringum sig. Það skiptir ekki máli þótt maður sé harðgiftur, og trúr þeim sem maður er með, það kemur fyrir hjá *öllum* að þeir ímyndi sér einhvern annan. En það er líka bara fyllilega heilbrigt. Þótt hann horfi á klámmyndir í tölvunni sinni og sæki mikið magn af því á netið, þá...

Re: Erlent vinnuafl.

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Já, það er satt. Ég hef séð það svo oft að fólk leyfi erlendu fólki sem sest hér að, að komast endalaust upp með það að tala bara ensku, í stað þess að tala hreinlega bara við það íslensku. Það kannski hvetur fólk frekar til þess að læra. Þegar erlent fólk hefur gert þetta svo lengi, að bjarga sér á enskunni og fer svo að mjaka sig áfram með íslenskuna og er kannski farið að tala hana reiprennandi, þá er fólk ennþá þaulvant því að tala við það á ensku. Eins og vinur minn, hálfur íslendingur,...

Re: Erlent vinnuafl.

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Veit ekki sko. Kona sem vinnur á pizzastað hérna í grenndinni sem svarar í síma og sér um heimsendingar sem talar bara prýðis íslensku, ekkert mál að skilja hana eða tala við hana þegar maður hringir. En hef hinsvegar heyrt um eina austurlenska sem vinnur á Þvottahöllinni í Keflavík, sem svarar í síma. “Totta böllinn, góðann dag!” Bætt við 27. júní 2007 - 01:19 Hmm. En já. Ég sæki mikið kaffihús í miðbæ Reykjavíkur þar sem er einmitt alveg krökkt af erlendu vinnuafli. Hörkuduglegt fólk, en...

Re: Fyndnasta sem þú hefur heyrt einhvern segja í svefni?

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Saga að segja frá því… Ég var 12 ára, bróðir minn var 16.. Hann vann langar vaktir í fiskvinnslu í smábæ þar sem við bjuggum þegar við vorum krakkar. Pabbi hafði alltaf lagt mikla áherslu á það að sófar og stólar inní stofu voru ekki svefnáhöld, og ef maður ætlaði að sofa gerði maður það inni í sínu eigin svefnherbergi. Bróðir minn sofnaði sitjandi eftir langa vakt í fiskvinnslunni, með hnefa undir kinn. Drengurinn var farinn að hrjóta ískyggilega hátt og farinn að yfirgnæfa myndina sem ég...

Re: Ó hamingja!

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég fer oftast út nokkrum sinnum á ári. :) Fór til Danmerkur í Maí, en fer líklega ekki aftur þetta árið vegna óvæntrar uppákomu. Skemmtu þér vel úti. ^^

Re: Hvað er það asnalegasta..

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Hann varð a.m.k frekar vandræðalegur. Bar ekki á mikilli glettni frá honum eftir þetta :P Sá hann ekki oftar á barnum heldur.

Re: Hvað er það asnalegasta..

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Var að vinna á bar lengi vel, sem glasabarn. Var að labba upp stigann til að sækja glös á efri hæðinni þegar maður í kringum fimmtugt stoppar mig og byrjar eitthvað þvílíkt að spjalla við mig. Hann lymskulega kemur með einhverjar geðveikt cheesy línur við mig eins og hann sé að reyna við mig og spyr mig síðan, “Hurðu! Ertu ekki sonur eigandans?” Ég sagði “nei, það væri frekar erfitt þar sem ég er kvenkyns.” Ég var í frekar víðum bol og með stuttklippt hár, og gaurinn skammast sín ekkert smá...

Re: Könnunin - ekki kvörtun

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég fór að sjá fyrir mér fimmtugan hippa með dreamcatcher þegar þú sagðir þetta. ^^ En það sem ég átti við með þessu er að margir velja shammies vegna þess að þeir halda að það sé instant win class, en þar sem það er nokkuð flókið að þá þarf alveg ágæta hæfileika til að geta stjórnað því. Ef þú fattar. :)

Re: Könnunin - ekki kvörtun

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég var að svara því að þú varst að pæla afhverju svona fáir völdu shamans og svaraði út frá því :)

Re: Könnunin - ekki kvörtun

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Á mínum server er kannski einum of mikið af shamans. Gallinn við shammies þessa dagana eru að þeir einu góðu eru á horde side. :P (Er alliance btw). Kannski ekki galli sem slíkt, en það er einkar fyndið að sjá hversu margir stormuðu í það að búa sér til Draenei Shamans um leið og TBC kom út. Margir halda einmitt að Shamans sé bara instant win class, sem það er í raun og veru ekki (samt tvær hliðar á því máli). Shammy getur verið frekar flókið class til þess að spila, og ekki allir sem geta...

Re: óraunverulegur verleiki

í Rómantík fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Mig þykir það einstaklega flott hjá þér að koma hingað og segja frá þessu. Ég veit hversu erfitt það getur verið. Ég vona að þú vinnir hörðum höndum við að bæta sjálfa þig eftir þetta áfall og halda áfram með lífið. Og til ykkar hinna sem hafa verið að senda inn allskonar mis-þroskuð innlegg hérna, langar mig bara til að benda ykkur á eitt. Einstaklingar sem verða fyrir líkamlegu ofbeldi í samböndum, verða líka einnig ALLTAF fyrir andlegu ofbeldi. Andlega ofbeldið snýst gjarnan í kringum það...

Re: dressy top

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Er það bara ég, eða finnst fleirum eins og þetta módel á myndinni sé gjörsamlega að deyja? :) Hún er eins og ná í framan!

Re: Notendanöfn

í Tilveran fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Skráði mig fyrst hérna þegar ég var 13 eða 14 ára, og þá með notendanafnið Axelma. :) Hef aldrei breytt því.

Re: Frábært reykingabann!!!

í Djammið fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Ég ætla að byrja á því að segja að ég er bæði með, og á móti þessu reykingarbanni. Ég er á móti því, því mér þykir það fasistalegt að vera að leggja boð og bönn á allan andskotann í þessu þjóðfélagi. Bráðum verður ekki leyft að reykja í eigin húsum, nema að þú dragir fyrir, skríðir undir borð og setjir poka yfir hausinn. Persónulega þykir mér alveg einstaklega gott að fara inná kaffihús, og fá mér kaffibolla og sígarettu. Það er flóran öll af kaffihúsum og veitingastöðum sem ekki hafa leyft...

Re: Hin nýja ríkisstjórn

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég var stödd í Danmörku og hvergi nærri neinni stöð þar sem ég hefði getað skilað inn atkvæðinu mínu þessar kosningar. Hefði ég hinsvegar séð mér fært um að kjósa, þá hefði ég hiklaust kosið Samfylkinguna. En í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað undanfarna daga, þ.e. að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa myndað saman ríkisstjórn, þá er ég nokk fegin að atkvæði mitt fór ekki þangað sem ég ætlaði því. Ég verð að segja að ég hef óbeit á Sjálfstæðisflokknum og hef alla tíð gert, og...

Re: Reykingabannið

í Djammið fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég er frekar neikvæð út í þetta bann, vegna þess að persónulega finnst mér það eiga að vera val eiganda hvers og eins bars / kaffihúss / veitingahúss hvort reykt verði þar inni eða ekki. En hinsvegar verður það að koma á móti að viðkomandi staður verður að hafa til staðar viðeigandi viftur og loftræstibúnað svo reykurinn fari beint út, eða eins beint út og mögulegt er þ.e.a.s. En samt verð ég að segja, að þótt ég reyki sjálf, þá vinn ég á skemmtistað. Og þar er alveg mökkreykt í gegnum alla...

Re: hvaðan er nickið?

í Half-Life fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Tja.. Ég heiti Axelma. :) Þaðan kom það. Var nokk öruggt að enginn var að nota þetta sem nick, amk.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok