gæti þurft að gera CHMOD 644 á möppuna sem að síðan er í (ef þetta er á *nix server, hægt að gera í sumum FTP forritum)<br><br>– Summum ius summa inuria
Það eru til leitarvélar á vefnum sem að spammarar (þeir sem senda ruslpóst) nota til að finna netföng (email@domain.com) og setja þau á listana hjá sér. Þannig að ef þú ert með heimasíðu og þar stendur netfangið þitt, þá eru góðar líkur á að þú fáir sendan ruslpóst í það. Ef að netfangið er á öllum síðunum þá aukast líkurnar.
mikið? Hvað er í gangi með þetta stuttlæsi, allt meira enn 2 málsgreinar er talið of mikið til að lesa?! Annars ágætis grein, nokkrar stafsetningarvillur en það er ekki aðalatriðið (t.d. meginn, ekki meiginn)
þarft mál en hefði verið læsilegra ef þetta væriekkiísvonabelgogbiðu án greinarmerkja og fleiru… Ef þið eruð að reyna að fá fólk á ykkar band er lágmark að þið reynið að gera ykkur skiljanleg með því að skrifa íslensku, ekki svona belgogbiðísku
Ekki að ég viti neitt um ástand hennar en Íslendingar eru annars allra þjóða duglegastir í að stítkastast útí þá sem að skera sig úr og gera eitthvað úr málunum. “Ha… reddaði þessi friði í Mið-Austurlöndum? Ég sá hann nú öskra á þjón á Hótel Esju í fyrra…” Ef einhver reynir að gera eitthvað meira en fjöldinn er viðkomandi dreginn niður… sorglega týpískt hér á landi.
Þetta er reyndar ekki random heldur eitthvað dót sem að leyfir WinAmp að senda á síðuna þína hvað þú ert að hlusta á. Veit ekki meira um það. Random textar eru hins vegar lítið mál með litlu javascripti (eða php/asp/jsp ef að útí það er farið)<br><br>– Summum ius summa inuria
Linux er ókeypis Windows kostar slatta af peningum Linux er ekki frekt á diskpláss, örgjörva eða minni Windows étur allt ofangreint eins og súkkulaðihúðuð jarðarber Linux-serverar hanga uppi árum saman án þess að það þurfi að restarta Windows-serverum er restartað reglulega Hægt að patch Linux-server án þess að restarta Ekki hægt að patcha Windows-server nema að restarta bara mjög grófir en gildir punktar.. margt fleira til í þessu
Reyndar kannast ég við þetta vandamál. Ein talvan mín getur bara vistað myndir í Internet Explorer sem .bmp, aldrei sem .gif eða .jpg á meðan að allar aðrar geta vistað sem .gif eða .jpg. Ég hef enn ekki fundið út af hverju þessi eina hegðar sér svona og get því lítið hjálpað.<br><br>– Summum ius summa inuria
Greiðslumatið miðast reyndar oftast við það að þú gerir ekkert annað en að borga af íbúð og lifir á pulsum :) Það er ekki skynsamlegt að kaupa íbúð sem er í efsta stigi greiðslumatsins. Við skötuhjúin fengum greiðslumat upp á rúmar 12 milljónir en keyptum á 10,2m. Það hefði eiginlega ekki mátt vera meira upp á afborganir að gera (einn og hálfur námsmaður)
Svara mér já? Undarlega mikið lagt í mínu einu línu hjá honum, ég bíð spenntur eftir að sjá hvort hann fatti ekki að ég leysti vandamálin fyrir Mið-Austurlöndum í þessari frómu línu sem ég skrifaði…<br><br>– Summum ius summa inuria
Sjónvarpsþættirnir fást á Laugarásvídeó. Ég hef ekki lagt í að horfa á þá þar sem þeir virðast kauðslega gerðir ef marka má coverið. Útvarpsþættina er hægt að finna á mp3 á netinu, samtals 1GB (og bara fyrsta bókin eða fyrstu tvær minnir mig)
Þess má geta að hann var einnig í unglingaliðinu í körfubolta á sínum tíma en valdi knattspyrnuna fram yfir körfuna. Hann er einnig geggjaður keppnismaður og smá street-ball er eins og úrslitaleikur fyrir honum, ef þið spilið við hann er betra að forðast olnbogana :p
“Jólin eru og verða hátíð (kristna) fólksins” Jólin eru upphaflega heiðin hátíð sem fagnar hækkandi sól. Þó að kirkjan hafi ákveðið að húkka sér far og svo í rauninni sest undir stýrið þá eru jólin ekki uppfinning frá henni komin og fjarri því að kristnir menn eigi einkarétt á jólahátíðinni. Flest samfélög sem hafa verið uppi hafa haft sambærilegar hátíðir til að fagna hækkandi sól.
Ekki taka viðbótarlán nema að það sé algjörlega nauðsynlegt. Það takmarkar þig bæði við hvar þú getur keypt, hvað þú getur keypt og hverjum þú getur svo selt seinna meir.
Þetta er sami Arsene Wenger og hefur lítið gert undanfarin ár en að kvarta undan því að núverandi fyrirkomulag Stórliðakeppninnar (ekki er þetta Meistaradeild) þýði of marga leiki. Karlanginn getur ekki ákveðið sig greinilega.
Mjög svo sammála, hef fengið skítkast og hótanir þegar ég hef mjög svo vingjarnlega bent á stafsetningarvillur Ef þú getur ekki tjáð þig villulaust hvernig geturðu þá ætlast til þess að aðrir fatti hvað þú meinar?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..