Tja sem elstur 4 bræðra þá grunar mig að rassskellir dugi frekar þegar út í óefni er komið (ítrekað bitið) en time-out, einkum hvað varðar drengi. Ég hef trú á rassskellingum sem lokaúrræði, það er niðurlægjandi já en þannig lærirðu hversu illa séð það er sem þú gerðir af þér. Ef þú ert sendur í time-out fyrir þetta og fyrir hitt, fyrir að stela köku og fyrir að berja aðra krakka, lærirðu þá að meta alvarleika hegðunarinnar?