Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: "ég á þig ekki skilið"

í Rómantík fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Já, mér finnst ég ekki eiga minn skilið og ég rígheld í hann eins og óð sé! Kannski fannst henni þetta bara ekki munu ganga, en fann samt ekki ástæðuna. Maður getur ekki dumpað einhverjum bara ‘af því að’ svo hún hefur nýtt sér það eina sem henni datt í hug. :/

Re: Ríki Ljóssins 14

í Bækur fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Undarleg staðreynd að Amtbókasafnið og Bókasafn Hafnafjarðar eru þau einu sem eiga þetta á norsku, en ekkert á þetta á sænsku. Sandemo er sænsk, ya?

Re: Ríki Ljóssins 14

í Bækur fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Nei, #14 er ekki til á Amtbókasafninu.

Re: Er...

í Anime og manga fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Stíllinn er svipaður en þó engan veginn eins. Heildarsvipurinn er mjög vestrænn, jafnvel þótt mér finnist persónulega að eitthvað sé verið að stæla Magic Knights Rayearth eftir CLAMP. Þetta er í raun miðja vegu milli hins hefðbundna ameríska stíls og manga, þótt ég hallist frekar í átt hins ameríska.

Re: upphaf

í Final Fantasy fyrir 19 árum, 5 mánuðum
FFVII. Með það í huga að þessi graffík var break-through á sínum tíma. Síðan geturðu spilað alla leikina í röð, fylgst með þróun útlits, kerfa, sögu, sjá hvað er líkt og ólíkt. :)

Re: Ljós

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Well, frekar ásláttar en málfars. Hver með réttu ráði myndi segja ‘sögð’? XP

Re: Hæ...

í Anime og manga fyrir 19 árum, 6 mánuðum
“and there was much rejoicing”

Re: Ljós

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 6 mánuðum
well, “sögðinni” er augljóslega innsláttarvilla, en “seigja” er alltof algeng villa, svo ég reyni að leiðrétta hana þegar ég sé hana.

Re: Í form á 10 vikum - Ágústa Johnson

í Lífsstíll (gamli) fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þú gætir líka prófað bókasöfn? Skírteinið kostar einungis 1000 kr þar sem ég vinn (bókasafn úti á landi).

Re: DV

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég varð nú alveg kolbrjáluð þegar ég las stórum stöfum: Tapaði í kosningum og missti mömmu sína sama daginn! á forsíðu DV. Þá var átt við Össur Skarphéðinsson. Smekklaust blað og engan veginn treystandi. Ef þetta er það merkilegasta sem við höfum um að lesa (ég tala nú ekki um hversu siðlaust það er að birta slíkar fréttir um einstaklinga, stjórnmálamenn eða aðra) þá er þetta land djúpt sokkið!

Re: XXX Rottweriler hundar

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
OMGWTFBBQ!! … >_

Re: Hvað varð um Sjálfstæði Íslendinga?

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Tíska getur svo sem þróast innan minni samfélaga, t.d. Íslands eða bara eins skóla. Hún þarf ekki að vera bundin við allan heiminn. En málið er að jafnvel þeir sem hamra sem mest á því að þeir láti tískuna ekki stjórna sér passa sig sem mest þeir mega á því að ganga ekki í neinu sem er í tísku, jafnvel þótt þeim finnist það flott. Þarmeð eru þeir í raun að láta tískuna hafa jafn mikil áhrif á sig og þeir sem ganga bara í tískuflíkum. Persónulega er ég alveg ótengd tískunni í dag. Komst að...

Re: Ljós

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Sammála. Og það er ekki “i” á eftir “e”-inu í sögðinni “að segja”. >_

Re: Otherworld

í Final Fantasy fyrir 19 árum, 6 mánuðum
gætir prófað http://www.ffadvanced.com…

Re: hvað??

í Rómantík fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Sparka í sköflunginn á viðkomandi? Mamma var að ljúga þegar hún sagði að ofbeldi borgaði sig ekki. >:/

Re: Of fullkominn.

í Rómantík fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég hef reyndar dumpað strák út af sömu ástæðu, en til þess eins að láta mig finna fyrir því. Ég tók hann alltaf sem sjálfsögðum hlut og mat hann ekki að verðleikum. Endaði með því að ég kom skríðandi heim til hans með skottið á milli lappanna 2 dögum síðar. Og við erum enn saman. Ástæðan fyrir að ég gerði þetta var ekki sú að ég vildi særa hann, heldur frekar að sýna sjálfri mér að ég þarfnaðist hans. Þetta var mjög ‘auðmýkjandi’ (ef ég get sagt það, enska = humbling) reynsla og bætti...

Re: Er ég skrítin?

í Rómantík fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Segðu Þóri flat out að ef hann vilji að eitthvað meira gerist verði hann að taka þátt í því líka. Þú ert betri en svo að vera hundsuð af þeim sem á að þykja vænt um þig. Annars hljómar Ragnar eins og besta skinn. Gefðu honum séns. Þetta fer í raun allt eftir því hvað þú ert tilbúin að gera til að eitthvað samband verði milli þín og Þóris. :D

Re: Final Fantasy áhugamál

í Final Fantasy fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ó, nei, verjum okkar viðkvæmu þroskuðu höfuð fyrir barnaskapi! XP

Re: Þessi nýja könnun...

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ekki beint. Hér er verið að spyrja um útlit sem fólk ræður sjálft. Húðlitur er ekki eitthvað sem fólk ræður sjálft (nema það vilji enda eins og Michael nokkur Jackson) og hér er spurt hvort fólk kunni vel við útlitið, ekki manneskjurnar sjálfar. Erm, mér finnst þetta ekki sambærilegt.

Re: Heimurin versnandi fer

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ok, ég er sammála þér með flugvöllinn í Rvk og það að við getum allt eins notað Keflavíkurflugvöll. Ég er líka sammála þér í því að það er heimskulegt að byggja virkjun af byggðastefnu einni saman, enda höfum við lítið sem ekkert með alla þessa orku að gera. En nú spyr ég: Veist þú til hvers tollarnir eru á erlendum matvælum? Veistu af hverju það er verið að halda uppi lágmarks fjölda býla á landinu? Ég giska á að þú viljir kannski líka ganga í ESB? Það sem málið snýst um er að Ísland hafi...

Re: Heimurin versnandi fer

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 7 mánuðum
góð rök.

Re: Heimurin versnandi fer

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég er algjörlega fordómalaus gagnvart landsbyggðinni. Hins vegar þykir mér það óþolandi þegar einstaklingar búsettir utan Reykjavíkur heimta peninga frá ríkinu fyrir þær sakir einar að búa úti á landi. Er það sem sagt virkilega svona leiðinlegt að búa úti á landi að við verðum að borga fólki fyrir það? Ég sé að þú ert sjálfur utan af landi og því ættirðu kannski að vita að það er ekkert leiðinlegt. Ég mun einungis flytja í borgina til að sækja nám við HÍ, annars vildi ég helst búa úti á...

Re: Stelpur svara takk :)

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég læt reyndar vanalega lítið sem ekkert öðruvísi. Ég slæ alla vini mína í rassinn. ^^ Svo ef hún gerir ekki eitthvað við þig sem hún gerir við alla aðra er líklegt að hún sé að pæla í þér, því oft vilja stelpur ekki koma illa fyrir. Þær passa sig ekki í kringum vini sína heldur í kringum þá sem þær vilja að líki vel við sig á annan hátt.

Re: Vinur manns?

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ertu búinn að segja honum að þér sé alvara? Ef hann tekur því ennþá sem keppni eftir það er hann nú ekkert sérstaklega góður vinur.

Re: FF XII - Ekki Gott

í Final Fantasy fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það er svo sem ekki eins og hann fái stig fyrir að svara…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok