Ég er alveg sammála ykkur, gamalt er betra allavegana þegar að lömpum í mögnurum og þegar talað er um orgel, píanó, rhodes og auðvitað gömlu flottu analog hljómborðin. Annars vil ég aðeins monta mig við þig Hammond af þvi að ég skoðaði þennann flotta Hammond vef þinn á Kasmír, Hljómborðsleikarinn í hljómsveitinni minni Trompet hann á tvo alvöru Hammonda báðir eldri en 1970, og hann á líka alvöru Rhodes og svo höfum við aðgang að fyrstu Farfisunni sem kom til Íslands !!!