Það er enginn vandi að færa rök fyrir hvoru sem er, þ.e. að flugvöllurinn sé óþarfur og að hann sé mjög þarfur. Staðreyndin er hins vegar sú að flugvöllurinn er á leið út og það verður sennilega ekki stöðvað. Að mörgu leyti skil ég þetta, þ.e. ef fólk hefur ekki þann sjónarhól sem flugfólk hefur, þá skilur það bara einfaldlega ekki af hverju þetta bákn á að vera þarna, ekki gleður flugvöllurinn augað, óþrif fylgja honum, hávaði og önnur mengun og hinn venjulegi Reykvíkingur notar flugvöllinn...