Kilo minn… Það er rétt að Vetni er frumefni, og mjög algengt í náttúrinni - enda er það hluti af vatni.. En til þess að ná vetni út vatninu og einangra það til þess að það sé nýtanlegt sem orkugjafi, þarf rafmagn.. Og til þess að fá rafmagn, þarf…. orku Og til að búa til orku þá þurfum við einhvern annan orkugjafa en vetni, t.d. olíu, kol, vatnsafl, vind, sól o.s.frv. Þetta er hinsvegar orkufrek framleiðsla - og sem dæmi þá myndi það ekki duga okkur íslendingum að virkja hér allar ár og læki...