Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Picture of the day

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
æðisleg mynd :)

Re: NEIIII !

í Knattspyrna fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Þeir einu sem eru ánægðir með þessa ákvörðun núna eru þeir sem ná Sýn en ekki Skjánum, og mögulega þú líka. Hver eru þín rök fyrir að betra sé að Sýn hafi þetta, önnur en sú rökleysa að Sýn hafi gert þetta að stóru batteríi á Íslandi? í fyrsta lagi þá ná allir Sýn sem ná Skjánum, og öfugt Í öðru lagi þá tók ég eftir þessu á sínum tíma því ég vann mikið í tengslum við bari og skemmtistaði og sá þá sprengingu sem varð í sportbörum og almennum áhuga á fótbolta… Skyndilega voru allir pöbbar og...

Re: NEIIII !

í Knattspyrna fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Ég meina að áður en sýn tók við boltanum á sínum tíma þá sást einn leikur í viku eða svo… þeir margfölduðu þann fjölda og bættu við meistaradeildinni og juku áhuga á sportinu umtalsvert

Re: guildið mitt er sexy!

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Það er ekki hann sem er að væla yfir því að engum finnist hann skemmtilegur, heldur þú Spurning hver er emó kid hérna :)

Re: Warlock addon

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Enda ekki mikil meiningn á bakvið það.. Þetta er alveg rétt sem þú varst að segja - hélt að það væri jafn léttvæg ásæða á bakvið þetta svar þitt eins og var við mitt

Re: Könnun

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Svosem engin alhæfing… Meira reynsla mín af battlegrounds og spilun sem bæði alliance og horde

Re: Könnun

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Enda eru horde yfirhöfuð betri spilarar en Allies :) Sem mun verða enn ljósara í TBC þegar horde guildin snýta allie guildunum í progress

Re: Könnun

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Já og nei Asnalegt fyrir lore.. en gefur Horde loksins sömu möguleika í pve og allies hafa

Re: Warlock addon

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
pabbi minn er líka miklu sterkari en pabbi þinn :Þ

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Þeir virðst bara ekki getað klárað það… Og sú staðreynd að stór hluti íraka hatar þá eftir fyrra persaflóastríðið og viðskiptabannið í kjölfarið, hjálpar ekki til

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Að ætla að láta BNA stilla til friðar í Írak er álíka heimskulegt og að láta Tígrisdýr stilla til friðar í dádýrahjörð

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Einmitt… Og þar sem löngu er orðið ljóst að vera hersins í landinu er ekki að skapa þennan frið, heldur valda meiri og meiri ófrið dag frá degi þá þarf að fara finna aðra lausn. Persónulega finnst mér að nærtækasta lausnin væri ef BNA færu heim og eftirlétu það Sameinuðu Þjóðunum að koma þarna á friði í samráði við íbúa landsins BNA menn munu ekki koma þarna á friði á meðan tugprósent íbúa vilja ekki sjá þá þarna

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Þú ert ennþá að tala um hryðjuverk… Stór hluti íbúa Íraks lýtir á herinn sem þar er sem árás á sig (enda eyðilögðu þeir heimili fólks) Segir orðið “innrásarher” þér eitthvað? Vil minna þig á það að Sameinuðu Þjóðirnar eru búnar að lýsa því yfir að árásin hafi verið ólögleg og ekki staðist alþjóðalög Það var þvi engin heimild fyrir þessari innrás og fólkið telur sig vera í fullum rétti til að mótmæla því Og enn einusinni vil ég minna þig á að þeir hryðjuverkamenn sem eru þarna, eru EKKI...

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Þeir sem fremja hryðjuverk gegn innrásarhernum eru hryðjuverkamenn Gerir þú þér enga grein fyrir því hversu heimskuleg þessi setning er? Við skulum aðeins skoða hegðun þessa innrásarhers.. Þeir réðust inní landið með sprengjuregni sem drap þúsundir manna.. Síðan kom landherinn stormandi inn.. Þeir setja fólk í fangelsi (án dóms og laga) pynta það (eins og hefur verið sannað) Það berast fréttir af nauðgunum og morðum á saklausu fólki.. Og þú ert hissa á því að einhver hluti landsmanna sé á...

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
haha, lol á mig - sneri þessi við… Breytir því ekki að þú getur ekki kallað það hryðjuverk þegar 2 hópar sem búið hafa í sama landinu í þúsundir ára eru að berjst um völd - það heitir Borgarastyrjöld Þú ert að misskilja og ofnota orðið hryðjuverk.. Þú getur ekki kallað 20-30% íraka hryðjuverkamenn bara vegna þess að þeir eru á móti her sem kom inní landið og tók við stjórn landsins

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
á meðan stuðningur við stríðið er enginn heima í BNA, þá fjölgar ekki hermönnum í Írak. það er svo einfalt

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
ég segi nú bara ekki annað en…. Guð minn almáttugur!!!! Súnníar eru þeir sem stjórna landinu að mestu leyti - afhverju ættu þeir að vera fremja hryðjuverk gagnvart minnihlutanum í landinu? Það sem þú ert að segja hérna er í rauninni það að stjórn landsins séu hryðjuverkamenn. Ætli þetta svar sýni ekki endanlega aljört þekkingarleysi þitt í þessu máli

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
á meðan landið er fullt af erlendum hryðjuverkamönnum sem hafa það eitt að markmiði að klekkja á BNA mönnum og stór hluti landsmanna lýtur á þá sem innrásarher þá gengur þetta plan aldrei upp Og það verður ljósara með hverjum deginum sem líðu

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
STRÍÐIÐ Í ÍRAK SNÝST EKKI UM AL-QAEDA!!!!! Það stríð fer að mestu fram í Afganistan Það er algjört djöfulsins lágmark að þú vitir þó ekki væri nema blautan skít um hvað þú ert að tala hérna Þú ert svo fokking heimskur að það fer að verða sárt að lesa það sem þú skrifar hérna.. Þú afsakar oðrbragðið en mér líður eins og ég ég sé að reyna kenna hundinum mínum að blanda kokteila.. Al-queada voru aldrei í írak - skilur þú það? Þeir eru þar hinsvegar núna, vegna þess að BNA menn eru þar… um leið...

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Og þessir góðu hlutir gerast svo hægt að næstum 2 árum eftir innrás eru þeir ennþá að versna Ég er ekki að segja að þetta sé eins og Víetnamstríðið, hér eru fleiri en 2 stríðandi fylkingar.. Ástandið heima í BNA er þó mjög líkt með þessum stríðum - og eftir því sem stuðningur þar minnkar á meðan engin lausn er í sjónmáli þá lýtur þetta verr og verr út

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Og vera hryðjuverkamannanna þarna er þeim sjálfum að kenna.. Og eftir því sem þessi vitleysa dregst á langinn þá eykst hatrið bara í garð BNA manna og nýjir og nýjir hryðjuverkamenn bætast við.. Það er hálf gagnslaust ef stríð BNA manna gegn hryðjuverkamönnum gerir ekkert annað en að auðvelda hryðjuverkasamtökum að fá inn nýliða Og á meðan þjást saklausir borgarar í Írak Íraksstríðið er hluti af alþjóðlegri baráttu gegn hryðjuverkum Það átti ekki að vera það og því lugu BNA menn þegar þeir...

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
jájá, satt og rétt.. Setti þetta svona fram því ég held að menn séu að fara skrúfa fyrir þessar virkjarnir að einhverju leyti.. Annars held ég að framtíðin okkar sé í að virkja jarðhita til þessara verka, vil frekar hafa skúra með reyk uppúr hér og þar heldur en risastórar virkjanir :) Breytir því samt ekki að vetni er ekki framtíðarlausn á olívanda heimsins, allavega ekki eins og staðan er í dag, orkan sem til þarf er ekki til staðar - nema náttúrulega kjarnorka

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Þú ert eitthvað alvarlega klikkaður, heimskur eða kannt einfaldlega ekki að lesa… Lestu aftur það sem ég skrifaði.. Og jú, langstærsti þeirra sem létust dóu á fyrstu dögum innrásarinnar - þegar sprengjunum rigndi yfir landið.. Og sé þekking þín á þessu máli ekki meiri en sú að þú haldir að ástæður innrásarinnar hafi verið hryðjuverkamenn í landinu þá held ég að þú ættir að skríða aftur undir steininn sem þú komst undan Það voru ENGIR, ég endurtek ENGIR hryðjuverkamenn af viti í Írak fyrir...

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Eru það einu rökin - að ég sé kanahatari.. Ég er þó öfugt við þig að vísa hér í rannsókn gerða af einni virtustu rannsóknarstofnun heims á meðan þú hefur að því er virðist ekkert annað í höndunum en það að allir sem taka mark á því séu kanahatarar Og hvað varðar þetta Víetnam dæmi þá var það svo að Suður Víetnamar fengu BNA til að hjálpa sér á móti norðu víetnömum.. Staðan í írak er sú að súnníar eru í minnihluta og hafa nánast engin völd á meðan sjitar og kúrdar hafa tögl og haldir í...

Re: MISTÖK- loksins fólk sem studdi íraksstriðið byrjað að viðurkenna mistökin.

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Það er löngu sannað að það voru engir hryðjuverkamenn í Írak - enda lét Saddam drepa þá ef hann vissi af þeim innan landamæranna.. Landið er hinsvegar fullt af þeim núna þar sem þeir hafa komið í hrönnum inn til íraks því nú er auðvelt fyrir þá að koma höggi á BNA menn og láta þá lýta illa út.. Sýnist þeim hafa gengið alveg hreint ágætlega með það. Þú mátt svo ekki gleyma því að lang stærsti hluti þeirra sem hafa látist létust í upphaflegri innrá bandamanna inni í landið - aðallega konur og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok