Líkaminn geymir kolvetni á formi glýkógens í lifur og vöðvum, auk þess sem einhvern glúkósa eða þrúgusykur er alltaf að finna í blóðinu. Frumur líkamans nýta kolvetni sem orkugjafa, bæði á formi glúkósa og fitu, en við eðlilegar kringumstæður notar miðtaugakerfið, og þar með talinn heilinn, eingöngu glúkósa. Glúkósi er sú sykurtegund sem er mikilvægust í lífverum. Við (kolvetna)svelti brotna glýkógenbirgðirnar hratt niður til að sjá miðtaugakerfinu fyrir orku. Eftir tveggja til þriggja daga...