Við Ægisbúar erum alltaf með 20 + sveitaforingja og svo yngri aðstoðarforingja. Við höfum haft það lengi að krakkarnir séu með flokksforingja en tilgangur hans er að vera milliliður þeirra og sveitaforingja og t.d. til þess að stjórna einhverju verkefni. Þessir krakkar stjórna hinsvegar flokknum ekkert. Annars höfum við ekkert þurft að nota þetta mikið í minni sveit í ár og við erum aldrei með flokksforingja fundi eða hvað það nú heitir sem talað er um í nýju dagskránni.