Ég fór aðeins að pæla í þessu sértaklega eftir umræðuna um ‘Gott skap’. Nú vill svo til að seinustu viku get ég ekki teiknað, ég bara virkilega get ekki sest niður og teiknað eitthvað, byrja kannski en gefst svo strax upp. Ég veit alveg hvers vegna þetta er, þar sem ég er undir töluverðu stressu og álagi vegna persónulegra mála. En þetta fer mjög í taugarnar á mér þar sem ég er vön að teikna eða skissa eitthvað á hverjum degi. Þetta er eins og ritstífla en hana kann ég að leysa en ekki...