Hún andaði léttar þegar hún steig út úr bílnum sínum. Stirð og þreytt í öxlunum eftir langan vinnudag dró hún fram peysu úr bílnum og læsti honum svo. Þetta litla landsvæði, sem hafði eitt sitt verið stórt og villt, var nú skorið í gegn af gönguleiðum, þó skógurinn stæði nánast ósnertur til norðurs. Þrátt fyrir að borgin stæði þétt upp við skógarsvæðið fannst henni frískandi að koma hingað, anda aðeins að sér fersku lofti og ganga milli sígrænna trjánna. Ef það var einhver annar á ferli þá...