Þetta er saga sem ég er að byrja á og mig langar til að vita ykkar álit á henni og hvort ég ætti að halda áfram. Emilía er munaðarleysingi, hún var búin að vera það alla sína tíð, það er að segja næstum alla. Þegar hún var sex ára gömul þá var eitthvað stríð, hún mundi þetta samt eins og þetta hefði gerst í gær, og hún og fjölskylda hennar ætluðu að flýja upp í sveit meðan stríðið væri á götum borgarinnar. En allt þetta fór á verri veg, þegar þau voru í bílnum flugu sprengjuflugvélar yfir...