Að fara í hóptíma er bara bull. Annars er ekkert að því að læra sjálfur, þekki nokkra sjálfmenntaða gítarleikara og eru þeir allir mjög góðir og eru í raun skemmtilegri en lærðir gítarleikarar. Svo eru líka nokkrir af bestu gítarleikrum heimsins sjálfmenntaðir t.d. Eric Clapton, Jimi Hendrix, Mark Knopfler og fl. Þegar ég var að læra á bassa var þetta mjög frjálst, þetta var ekki í gegnum skóla heldur mætti ég bara heim til kennarans og ég gat mætt eftir samkomulagi við kennarann. Þægilegt...